Fréttir
22. október 2020
Útsending yfirlita til sjóðfélaga
Þann 12.10.2020 voru send út yfirlit til sjóðfélaga og eiga þau að hafa borist sjóðfélögum sjóðsins. Yfirlitin miðast við iðgjöld fyrir tímabilið mars 2020 til og með september 2020 bæði í samtryggingu og séreign. Á yfirlitinu koma fram upplýsingar um skil iðgjalda hvers sjóðfélaga og réttindi viðkomandi til lífeyris frá sjóðnum.
Lesa meira21. september 2020
Lokað fyrir heimsóknir á ný á starfsstöð SL lífeyrissjóðs
Lokað verður fyrir allar heimsóknir á skrifstofu SL lífeyrissjóðs frá og með mánudeginum 21. september en starfsmenn munu áfram sinna verkefnum sínum og þjónustu við sjóðfélaga eftir bestu getu. Lokunin stendur yfir um óákveðinn tíma. Á meðan á þessari lokun stendur þá hvetur sjóðurinn sína sjóðfélaga og viðskiptavini til þess að nýta sér rafræna þjónustu og/eða leita upplýsinga gegnum síma.
Lesa meira15. september 2020
Lækkun óverðtryggðra vaxta sjóðfélagalána þann 15.09.2020.
Vextir óverðtryggðra lána verða 4,54% frá og með 15.09.2020 til og með 14.12.2020. Gilda þeir á lánveitingum óverðtryggðra lána sem tekin eru á framangreindu tímabili og eru fastir til næstu tveggja ára. Næsti vaxtadagur er 15.12.2020.
Lesa meira19. ágúst 2020
Lækkun vaxta sjóðfélagalána
Á fundi stjórnar SL lífeyrissjóðs í gær var ákveðið að lækka verðtryggða breytilega vexti á lánum til sjóðfélaga úr 1,99% í 1,84%. Tekur breytingin gildi frá og með 1. október 2020.
Lesa meira15. júlí 2020
Truflun á símsvörun sjóðsins.
Í dag 15.07.2020 verður símkerfi sjóðsins uppfært. Af þeirri ástæðu gæti reynst erfitt að ná sambandi gegnum síma 510-7400. Minnt er á tölvupóst sl@sl.is. Símkerfið á að vera komið í lag á morgun. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira15. júní 2020
Lækkun óverðtryggðra vaxta sjóðfélagalána þann 15.06.2020
Vextir óverðtryggðra lána verða 4,64% frá og með 15.06.2020 til og með 14.09.2020. Gilda þeir á lánveitingum óverðtryggðra lána sem tekin eru á framangreindu tímabili og eru fastir til næstu tveggja ára.
Lesa meira