Besta langtímaávöxtun 2018*

SL lífeyrissjóður hefur náð einstökum árangri í langtímaávöxtun og fékk nýverið verðlaun hjá óháðum matsaðila fyrir hæstu ávöxtun sameignarsjóðs á 20 ára tímabili (Samkvæmt úttekt Verdicta).

Sjóðurinn hefur það að markmiði að hámarka lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga sinna og tryggja þeim bestu lífeyrisréttindi sem kostur er á með ávöxtun iðgjalda og eigna, áhættustýringu og hagkvæmum rekstri.

Nafnávöxtun sjóðsins var 5,4% árið 2018 og hrein raunávöxtun var 2,2%. Markmið sjóðsins er að ná góðri langtímaávöxtun fyrir sjóðfélaga sína. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar til 5 ára er 4,1%, meðaltal hreinnar raunávöxtunar til 10 ára er 4,4% og meðaltal hreinnar raunávöxtunar til 20 ára er 4,2%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar til 20 ára er með þeim betri hjá íslenskum lífeyrissjóðum og SL hefur aldrei þurft að skerða lífeyrisréttindi.

Nánar um ávöxtun sjóðsins, Ársskýrsla 2018