Í boði eru 3 söfnunarleiðir þar sem séreignarsparnaður er ávaxtaður með mismunandi áherslum:

Söfnunarleið I - Lágmarkssveiflur í ávöxtun

Söfnunarleið I fjárfestir í innlánum, skuldabréfum og víxlum útgefnum af ríki og lánastofnunum. Innlánum deildarinnar er dreift á a.m.k. þrjár innlánsstofnanir til að takmarka mótaðilaáhættu. Í skuldabréfasafni er horft til skuldabréfa og víxla með stuttan líftíma til að lágmarka sveiflur í ávöxtun. Leiðin hefur heimild til að fjárfesta í hlutdeildaskírteinum og hlutum sjóða um sameiginlega fjárfestingu en takmarkast hún við skammtímasjóði.

Söfnunarleið II - Minni sveiflur í ávöxtun

Samkvæmt fjárfestingarstefnu leiðar II er vægi skuldabréfa hærra en vægi hlutabréfa sem þýðir að sveiflur í ávöxtun verða minni en í leið III og áhættan þar af leiðandi minni. Gert er ráð fyrir því að hlutfall skuldabréfa sé ekki lægra en 60% af eignum safnsins og að hlutfall erlendra eigna sé allt að 40% af eignum safnsins. Markmið leiðarinnar er að skila góðri langtímaávöxtun.

Söfnunarleið III - Meiri sveiflur í ávöxtun

Hlutfall hlutabréfa og erlendra verðbréfa er hæst í Söfnunarleið III af þeim leiðum sem í boði eru. Stefnt er að því að helmingur safnsins sé í hlutabréfum og helmingur í skuldabréfum. Gert er ráð fyrir því að erlendar eignir geti verið allt að 48% af eignum safnsins. Markmið leiðarinnar er að skila góðri langtímaávöxtun. Söfnunarleið III mun horfa sérstaklega til erlendra hlutabréfasjóða sem leggja áherslu á umhverfis- og siðferðisleg viðmið í sínum fjárfestingum.

 

Séreignarsparnaður reiknivél  Tilgreind séreign

Spurt og svarað

Söfnunarleið I hentar einkum þeim sem hafa þegar hafið útgreiðslur eða eru að nálgast lífeyristökualdur. Takmörkuð áhætta leiðarinnar næst með samsetningu skuldabréfa og innlána.

Söfnunarleið II hentar þeim sem eiga þó nokkur ár til starfsloka en vilja taka miðlungsáhættu með tiltölulega litlum sveiflum í ávöxtun.

Söfnunarleið III hentar vel þeim sem eru að ávaxta séreignarsparnað sinn til lengri tíma og hafa tímann fyrir sér til að jafna út sveiflurnar og eiga þannig von á að uppskera góða ávöxtun

Já, það er hægt þér að kostnaðarlausu. Þú þarft eingöngu að fylla út og senda okkur Umsókn um flutning milli séreignarleiða.

Söfnunarleið I – Lágmarkssveiflur í ávöxtun

Söfnunarleið I fjárfestir í innlánum, skuldabréfum og víxlum útgefnum af ríki og lánastofnunum. Innlánum deildarinnar er dreift á a.m.k. þrjár innlánsstofnanir til að takmarka mótaðilaáhættu. Í skuldabréfasafni er horft til skuldabréfa og víxla með stuttan líftíma til að lágmarka sveiflur í ávöxtun. Leiðin hefur heimild til að fjárfesta í hlutdeildaskírteinum og hlutum sjóða um sameiginlega fjárfestingu en takmarkast hún við skammtímasjóði.


Söfnunarleið II – Minni sveiflur í ávöxtun

Samkvæmt fjárfestingarstefnu leiðar II er vægi skuldabréfa hærra en vægi hlutabréfa sem þýðir að sveiflur í ávöxtun verða minni en í leið III og áhættan þar af leiðandi minni. Gert er ráð fyrir því að hlutfall skuldabréfa sé ekki lægra en 70% af eignum safnsins og að hlutfall erlendra eigna sé allt að 20% af eignum safnsins. Markmið leiðarinnar er að skila góðri langtímaávöxtun.


Söfnunarleið III – Meiri sveiflur í ávöxtun

Hlutfall hlutabréfa og erlendra verðbréfa er hæst í Söfnunarleið III af þeim leiðum sem í boði eru. Stefnt er að því að helmingur safnsins sé í hlutabréfum og helmingur í skuldabréfum. Gert er ráð fyrir því að erlendar eignir geti verið allt að 30% af eignum safnsins. Markmið leiðarinnar er að skila góðri langtímaávöxtun. Söfnunarleið III mun horfa sérstaklega til erlendra hlutabréfasjóða sem leggja áherslu á umhverfis- og siðferðisleg viðmið í sínum fjárfestingum.