Fréttir

15. júlí 2020

Truflun á símsvörun sjóðsins.

Í dag 15.07.2020 verður símkerfi sjóðsins uppfært. Af þeirri ástæðu gæti reynst erfitt að ná sambandi gegnum síma 510-7400. Minnt er á tölvupóst sl@sl.is. Símkerfið á að vera komið í lag á morgun. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira
15. júní 2020

Lækkun óverðtryggðra vaxta sjóðfélagalána þann 15.06.2020

Vextir óverðtryggðra lána verða 4,64% frá og með 15.06.2020 til og með 14.09.2020. Gilda þeir á lánveitingum óverðtryggðra lána sem tekin eru á framangreindu tímabili og eru fastir til næstu tveggja ára.
Lesa meira
26. maí 2020

Ársfundur SL lífeyrissjóðs 2020

Stjórn SL lífeyrissjóðs hefur ákveðið að ársfundur sjóðsins verði haldinn miðvikudaginn 10. júní.
Lesa meira
20. maí 2020

Lækkun verðtryggðra vaxta sjóðfélagalána með breytilegum vöxtum

Á fundi stjórnar SL lífeyrissjóðs nú í dag var ákveðið að lækka verðtryggða breytilega vexti á lánum til sjóðfélaga úr 2,19% í 1,99%. Tekur breytingin gildi frá og með 1. júlí 2020.
Lesa meira
13. maí 2020

Útsending yfirlita

Nú hafa verið send út yfirlit og eiga þau að hafa borist sjóðfélögum sjóðsins. Yfirlitin miðast við greidd iðgjöld tímabilið september 2019 – mars 2020, bæði í samtryggingu og séreign. Á yfirlitinu koma fram upplýsingar um skil iðgjalda hvers sjóðfélaga og réttindi hans til lífeyris frá sjóðnum.
Lesa meira
30. apríl 2020

Góða afkoma árið 2019

Nú liggur fyrir endanlegt uppgjör sjóðsins fyrir árið 2019. Ávöxtun síðasta árs er mjög góð og eru skuldbindingar og eignir í jafnvægi. Afkoma síðasta árs er sú næst besta í sögu sjóðsins. Samtals eru eignir allra deilda 184,2 milljarðar króna í árslok 2019 og vaxa um 13,7% eða 22,1 milljarða króna. Eignir samtryggingardeildar nema 181,2 milljörðum króna og séreignardeilda sjóðsins 3,0 milljörðum króna. Nánar um uppgjör sjóðsins hér. Ársskýrsla síðasta árs er
Lesa meira