Fréttir
17. mars 2020
Lokað fyrir heimsóknir á starfsstöð SL lífeyrissjóðs.
Í ljósi aðstæðna hefur verið lokað fyrir allar heimsóknir á skrifstofu SL lífeyrissjóðs frá og með mánudeginum 16. mars en starfsmenn munu áfram sinna verkefnum sínum og þjónustu við sjóðfélaga eftir bestu getu í gegnum tölvupóst og síma. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að tilkynnt var um samkomubann vegna COVID-19 sem gildir frá og með 16. mars 2020. Á samkomubannið að standa a.m.k. næstu 4 vikurnar.
Lesa meira17. mars 2020
Úrræði vegna COVID-19
SL lífeyrissjóður mun koma til móts við þá sjóðfélaga sem hafa tekið sjóðfélagalán hjá sjóðnum og sjá fram á erfiðleika við að standa í skilum vegna tekjumissis af völdum COVID-19 veirunnar. Ýmis úrræði eru í boði s.s. frestun gjalddaga o.fl. Hægt er að leita eftir nánari upplýsingum með því að senda tölvupóst á sl@sl.is eða með því að hringja í síma 510-7400. Síminn er opinn á milli klukkan 9:00 og 16:00 alla virka daga.
Lesa meira17. mars 2020
Nýr vefur SL lífeyrissjóðs
Sjóðurinn hefur tekið í gagnið nýjan vef til þess að bæta enn frekar þjónustu sína við sjóðfélaga og viðskiptavini.
Lesa meira