17. mars 2020

Lokað fyrir heimsóknir á starfsstöð SL lífeyrissjóðs.

Í ljósi aðstæðna hefur verið lokað fyrir allar heimsóknir á skrifstofu SL lífeyrissjóðs frá og með mánudeginum 16. mars en starfsmenn munu áfram sinna verkefnum sínum og þjónustu við sjóðfélaga eftir bestu getu í gegnum tölvupóst og síma. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að tilkynnt var um samkomubann vegna COVID-19 sem gildir frá og með 16. mars 2020. Á samkomubannið að standa a.m.k. næstu 4 vikurnar.
Á meðan á þessari lokun stendur þá hvetur sjóðurinn sína sjóðfélaga og viðskiptavini til þess að nýta sér rafræna þjónustu og/eða leita upplýsinga gegnum síma. Hægt er að nýta sér þjónustusíður á heimasíðu sjóðsins. Þar er hægt með auðkenni að fá upplýsingar um réttindi, stöðu lána, lífeyrisgreiðslur o.fl. Jafnframt er hægt að sækja rafrænt um lífeyri, lán og aðra þjónustu sem sjóðurinn býður upp á. Vef fyrir launagreiðendur má einnig finna undir þjónustusíðum.
Hægt er að hafa samband við okkur með tölvupósti á netfangið sl@sl.is  eða í síma 510-7400 og er síminn opinn frá 9:00 til 16:00 alla virka daga.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
04.jún. 2021

Samningi við Init sagt upp og úttekt gerð á starfsháttum

Stjórn Reiknistofu lífeyrissjóða hefur sent frá sér eftirfarandi í tengslum við samning félagsins við Init hf.
Lesa meira
04.maí 2021

Ársfundur SL 2021

26.apr. 2021

Ársfundur 2021

Sjá allar fréttir