Fréttir

20. maí 2020
Lækkun verðtryggðra vaxta sjóðfélagalána með breytilegum vöxtum
Á fundi stjórnar SL lífeyrissjóðs nú í dag var ákveðið að lækka verðtryggða breytilega vexti á lánum til sjóðfélaga úr 2,19% í 1,99%. Tekur breytingin gildi frá og með 1. júlí 2020.
Lesa meira
13. maí 2020
Útsending yfirlita
Nú hafa verið send út yfirlit og eiga þau að hafa borist sjóðfélögum sjóðsins. Yfirlitin miðast við greidd iðgjöld tímabilið september 2019 – mars 2020, bæði í samtryggingu og séreign. Á yfirlitinu koma fram upplýsingar um skil iðgjalda hvers sjóðfélaga og réttindi hans til lífeyris frá sjóðnum.
Lesa meira
30. apríl 2020
Góða afkoma árið 2019
Nú liggur fyrir endanlegt uppgjör sjóðsins fyrir árið 2019. Ávöxtun síðasta árs er mjög góð og eru skuldbindingar og eignir í jafnvægi. Afkoma síðasta árs er sú næst besta í sögu sjóðsins. Samtals eru eignir allra deilda 184,2 milljarðar króna í árslok 2019 og vaxa um 13,7% eða 22,1 milljarða króna. Eignir samtryggingardeildar nema 181,2 milljörðum króna og séreignardeilda sjóðsins 3,0 milljörðum króna. Nánar um uppgjör sjóðsins hér. Ársskýrsla síðasta árs er
Lesa meira.jpg?proc=NewsListImage)
17. mars 2020
Lokað fyrir heimsóknir á starfsstöð SL lífeyrissjóðs.
Í ljósi aðstæðna hefur verið lokað fyrir allar heimsóknir á skrifstofu SL lífeyrissjóðs frá og með mánudeginum 16. mars en starfsmenn munu áfram sinna verkefnum sínum og þjónustu við sjóðfélaga eftir bestu getu í gegnum tölvupóst og síma. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að tilkynnt var um samkomubann vegna COVID-19 sem gildir frá og með 16. mars 2020. Á samkomubannið að standa a.m.k. næstu 4 vikurnar.
Lesa meira.jpg?proc=NewsListImage)
17. mars 2020
Úrræði vegna COVID-19
SL lífeyrissjóður mun koma til móts við þá sjóðfélaga sem hafa tekið sjóðfélagalán hjá sjóðnum og sjá fram á erfiðleika við að standa í skilum vegna tekjumissis af völdum COVID-19 veirunnar. Ýmis úrræði eru í boði s.s. frestun gjalddaga o.fl. Hægt er að leita eftir nánari upplýsingum með því að senda tölvupóst á sl@sl.is eða með því að hringja í síma 510-7400. Síminn er opinn á milli klukkan 9:00 og 16:00 alla virka daga.
Lesa meira
17. mars 2020
Nýr vefur SL lífeyrissjóðs
Sjóðurinn hefur tekið í gagnið nýjan vef til þess að bæta enn frekar þjónustu sína við sjóðfélaga og viðskiptavini.
Lesa meira