Starfskjarastefna

Starfskjarastefnu SL lífeyrissjóðs er ætlað að styðja við hagkvæman rekstur og markmið sjóðsins um ábyrga starfshætti og vönduð vinnubrögð.  Stefnunni er jafnframt ætlað að tryggja sem best langtímahagsmuni og viðmið lífeyrisréttinda sjóðfélaga.  Stefnan byggir á lögum nr. 155/1998, lögum nr. 129/1997 og samþykktum sjóðsins.


Sjóðurinn leggur áherslu á að ávallt starfi hjá honum mjög hæft starfsfólk sem skilur og leggur sig fram um að vinna að markmiðum sjóðsins.  Til að tryggja sem best að starfsemi sjóðsins sé ávallt framúrskarandi er lögð áhersla á að stjórnarhættir, launakjör og starfsaðstaða séu og verði samkeppnishæf.  Í því samhengi skal horft til ábyrgðar, stærðar og umfangs sjóðsins.  Þannig vill sjóðurinn vera eftirsóttur vinnustaður þó að hann verði ekki leiðandi í launaþróun á sínu sviði.


Stefnuna í heild sinni má finna hér.