Fréttir
28. febrúar 2023
Samtöl lífeyrissjóða við ríkið engu skilað
Fundur tuttugu lífeyrissjóða, stærstu eigenda skuldabréfa ÍL-sjóðs, telur að óbreyttu ekki grundvöll fyrir samningaviðræðum við fjármálaráðuneytið um uppgjör skuldbindinga sjóðsins. Fulltrúar ráðuneytisins hafa ekki komið til móts við kröfur lífeyrissjóðanna um fullar efndir af hálfu íslenska ríkisins í umleitunum þess um mögulegt uppgjör.
Lesa meira28. febrúar 2023
Hækkun vaxta óverðtryggðra- og breytilegra verðtryggðra sjóðfélagalána
Á fundi stjórnar SL lífeyrissjóðs þann 21. febrúar sl. var ákveðið að hækka breytilega verðtryggða vexti á sjóðfélagalánum úr 1,99% í 2,25%. Jafnframt var ákveðið að óverðtryggðir vextir verði 8,20% frá 15. mars 2023 en þeir eru núna 7,94%.
Lesa meira20. febrúar 2023
SL hækkar lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga um 5,6%
Markmið okkar hjá SL hefur ávallt verið að vinna að því að tryggja að langtímaávöxtun á sparifé sjóðfélaga sé og verði ein sú besta á meðal íslenskra lífeyrissjóða. Við getum stolt sagt að við höfum náð tilætluðum árangri í þeim efnum.
Lesa meira30. janúar 2023
Sl lífeyrissjóður fyrstur íslenskra lífeyrissjóða með alþjóðlega vottun BSI á umhverfisstjórnunarkerfi
SL lífeyrissjóður varð nýlega fyrstur á meðal íslenskra lífeyrissjóða til að hljóta alþjóðlega vottun BSI á Íslandi samkvæmt ISO 14001:2015 umhverfisstaðlinum, sem er alþjóðlega viðurkennd vottun fyrir þau fyrirtæki sem setja umhverfismál í öndvegi.
Lesa meira21. desember 2022
Breytingar á samþykktum
SL lífeyrissjóður vill vekja athygli á því að frá komandi áramótum taka gildi samþykktarbreytingar sem snerta greiðandi sjóðfélaga og lífeyrisþega.
Lesa meira08. desember 2022
Ný lög um lífeyrissjóði og áhrif þeirra á sjóðfélaga
Núna um áramótin, 1. janúar 2023 taka í gildi ný lög um skyldutryggingu og starfsemi lífeyrissjóða, sem kveða á lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð einstaklings hækki úr 12% í 15,5%. Breytingin nær fyrst og fremst til launagreiðenda og sjálfstæðra atvinnurekenda, þar sem mótframlag þeirra hækkar úr 8% í 11,5%. Undantekning er ef kjarasamningur sem starfað er eftir kveður enn á um 8% mótframlag, en það er líklegt að það muni breytast við gerð nýs samnings.
Lesa meira