Fréttir

24. nóvember 2022

Afar sterk lagaleg staða lífeyrissjóða vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs

Fyrirhuguð lagasetning fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg skuldaskil ÍL-sjóðs fer í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er meðal þess sem efnislega kemur fram í lögfræðiáliti LOGOS sem unnið var fyrir íslenska lífeyrissjóði og kynnt var á fundi þeirra fyrr í dag. Er í áliti LOGOS vitnað til þess að slíkt inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda sem færi í bága við stjórnarskrá og skapaði íslenska ríkinu bótaskyldu gagnvart skuldabréfaeigendum.
Lesa meira
02. nóvember 2022

Útsending yfirlita til sjóðfélaga

Um miðjan október voru send út yfirlit til sjóðfélaga og eiga þau að hafa borist sjóðfélögum sjóðsins. Yfirlitin miðast við iðgjöld fyrir tímabilið apríl 2022 til og með september 2022 bæði í samtryggingu og séreign. Á yfirlitinu koma fram upplýsingar um skil iðgjalda hvers sjóðfélaga og réttindi viðkomandi til lífeyris frá sjóðnum.
Lesa meira
21. október 2022

Breyting á vöxtum verðtryggðra lána til sjóðsfélaga

Á fundi stjórnar SL lífeyrissjóðs þann 18. október sl. var ákveðið að lækka fasta vexti á verðtryggðum lánum til sjóðfélaga úr 3,55% í 2,95%. Breytingin tekur gildi frá og með 1. nóvember 2022. Þetta hefur eingöngu áhrif á ný sjóðfélagalán, en þeir geta nú tekið verðtryggð lán til allt að 40 ára á lægri föstum verðtryggðum vöxtum en áður.
Lesa meira
29. ágúst 2022

Get ég fengið skammtímalán hjá SL lífeyrissjóði?

Kannski þarftu í framkvæmdir heima fyrir, kannski viltu endurfjármagna núverandi lán hjá SL, öðrum lánveitanda eða eitthvað annað er á döfinni hjá þér sem þarfnast fjármögnunar.
Lesa meira