Fréttir
25. maí 2023
Lokað vegna starfsmannadags
Vegna starfsmannadags er starfsstöð SL lífeyrissjóðs lokuð föstudaginn 26. maí.
Lesa meira15. maí 2023
Óheimil áform ríkisins baka því skaðabótaskyldu
Áform fjármála- og efnahagsráðherra um lagasetningu er varðar slit og uppgjör á ÍL-sjóði byggja á ófullnægjandi greiningu á lagalegum og fjárhagslegum þáttum og fela í sér tilraun til að sniðganga fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins. Fyrirhuguð löggjöf fæli í sér eignarnám, væri andstæð stjórnarskrá og til þess fallin að baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu sem kynni að hafa í för með sér veruleg viðbótarfjárútlát af hálfu ríkissjóðs í formi dráttarvaxta og kostnaðar.
Lesa meira01. maí 2023
Starfsemi SL lífeyrissjóðs árið 2022
Árið 2022 greiddu 12.358 einstaklingar til sjóðsins og 19.240 fengu greiddan lífeyri. SL hefur aldrei þurft að skerða lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga.
Lesa meira28. febrúar 2023
Samtöl lífeyrissjóða við ríkið engu skilað
Fundur tuttugu lífeyrissjóða, stærstu eigenda skuldabréfa ÍL-sjóðs, telur að óbreyttu ekki grundvöll fyrir samningaviðræðum við fjármálaráðuneytið um uppgjör skuldbindinga sjóðsins. Fulltrúar ráðuneytisins hafa ekki komið til móts við kröfur lífeyrissjóðanna um fullar efndir af hálfu íslenska ríkisins í umleitunum þess um mögulegt uppgjör.
Lesa meira28. febrúar 2023
Hækkun vaxta óverðtryggðra- og breytilegra verðtryggðra sjóðfélagalána
Á fundi stjórnar SL lífeyrissjóðs þann 21. febrúar sl. var ákveðið að hækka breytilega verðtryggða vexti á sjóðfélagalánum úr 1,99% í 2,25%. Jafnframt var ákveðið að óverðtryggðir vextir verði 8,20% frá 15. mars 2023 en þeir eru núna 7,94%.
Lesa meira