Söfnunarleið II
- Minni sveiflur í ávöxtun
- Leiðin hentar þeim sem eiga þó nokkur ár til starfsloka en vilja taka miðlungsáhættu með tiltölulega litlum sveiflum í ávöxtun.
Samkvæmt fjárfestingarstefnu leiðar II er vægi skuldabréfa hærra en vægi hlutabréfa sem þýðir að sveiflur í ávöxtun verða minni en í leið III og áhættan þar af leiðandi minni. Gert er ráð fyrir því að hlutfall skuldabréfa sé ekki lægra en 70% af eignum safnsins og að hlutfall erlendra eigna sé allt að 20% af eignum safnsins. Markmið leiðarinnar er að skila góðri langtímaávöxtun.