Lán - veldu þína leið

SL lífeyrissjóður býður upp á hagstæð húsnæðislán með allt að 75% veðhlutfalli og er þannig í fremstu röð lífeyrissjóða. Þú getur valið á milli óverðtryggðra, verðtryggðra eða blandaðra lána. Lánin bjóðast þeim sem hafa greitt til samtryggingar- eða séreignardeildar sjóðsins, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Lánareiknivél

Spurt og svarað

Sjóðsfélagi þarf að hafa greitt iðgjöld fyrir sex af síðustu tólf mánuðum eða hafa greitt í samtals 36 mánuði til sjóðsins.

Sjóðfélagi þarf að standast bæði greiðslu- og lánshæfismat.

Leggja þarf fram veð í íbúðarhúsnæði. Veðsetningarhlutfall má aldrei vera hærra en 75% af metnu markaðsvirði.

Verðtryggt lán með föstum vöxtum.

Verðtryggt lán með breytilegum vöxtum.

Óverðtryggt lán með föstum vöxtum til tveggja ára í senn.

Blöndu af verðtryggðum og óverðtryggðum lánum eftir vali lántaka, þó þannig að verðtryggð lán geta að hámarki orðið 86,6% af heildarlánsfjárhæðinni og þá verða óverðtryggð lán 13,4% af lánsfjárhæðinni. Er þá miðað við 75% veðhlutfall sjá lánareglur.

Með jöfnum afborgunum er eignamyndun hraðari í byrjun en á móti er greiðslubyrði mest til að byrja með en lækkar þegar líður á lánstímann.

Með jöfnum greiðslum (annuitet) helst greiðslubyrði lánsins sú sama út lánstímann. Afborgun af höfuðstól er lág í byrjun en greiðsla af vöxtum há, en snýst svo við með tímanum.

Fastir vextir bera sömu vaxtaprósentu allan lánstímann.
Breytilegir vextir breytast samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins á hverjum tíma.

Höfuðstóll óverðtryggðs láns tekur ekki breytingum í tengslum við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar og eru óverðtryggðir vextir því hærri en þeir verðtryggðu. Það þýðir að eignamyndun verður hraðari þar sem höfuðstóllinn er óháður verðbólgu. Að sama skapi geta vaxtaákvarðanir haft áhrif til hækkunar eða lækkunar á greiðslubyrði. Hægt er að velja um lán með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum (annuitet). Hámarks veðhlutfall á óverðtryggðum lánum er 75%.

Höfuðstóll verðtryggðs láns er verðtryggður miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar og þarf því að verðbæta höfuðstólinn áður en reglulegar afborganir og vextir eru reiknuð út. Verðtryggð lán eru ýmist með föstum eða breytilegum vöxtum. Hægt er að velja um lán með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum (annuitet). Hámarks veðhlutfall á verðtryggðum lánum er 65%. Hægt er að bæta við óverðtryggðu láni þannig að veðhlutfall fari í allt að 75%.

Þér stendur ávallt til boða að greiða upp eða greiða innborgun á lán frá sjóðnum án uppgreiðslugjalds.

Hægt er að breyta láni með breytilega vexti í fasta vexti hvenær sem er á lánstímanum, greiða þarf fyrir skjalagerð við þessa breytingu sjá gjaldskrá.

Sjóðurinn býður upp á hagstæð lánakjör. Sjá upplýsingar um lántökugjald sem og gjald sem greiða þarf fyrir greiðslumat í gjaldskrá.

Mögulegur lánstími er 5-40 ár að vali lántaka.

Lántaki má ráðstafa láni eftir þörfum séu skilyrði lánareglna uppfyllt.

Afgreiðslutíminn er að jafnaði um tvær til fjórar vikur.

Sjá gögn sem þurfa að berast með lánsumsókn og greiðslumati á leiðbeiningar.