Óverðtryggt lán
- 9,50% breytilegir vextir, fastir í 24 mánuði í senn
- Að jafnaði hraðari eignamyndun en hærri greiðslubyrði
- Engar verðbætur
Höfuðstóll óverðtryggðs láns tekur ekki breytingum í tengslum við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar og eru því óverðtryggðir vextir hærri en þeir verðtryggðu. Sem þýðir að eignamyndun verður að jafnaði hraðari þar sem að höfuðstóllinn er óháður verðbólgu. Að sama skapi geta vaxtaákvarðanir haft áhrif til hækkunar eða lækkunar á greiðslubyrði.
Hægt er að velja um lán með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum (annuitet). Hámarks veðhlutfall á óverðtryggðum lánum er 75% af kaupverði eða fasteignamati eignar.
Núverandi vexti má sjá í vaxtatöflu sjóðsins.