SL lífeyrissjóður lítur á gæðastarf sem hornstein sinnar starfsemi enda mikilvægt að tryggja áreiðanlega meðferð fjármuna sjóðfélaga. Því til stuðnings er sjóðurinn vottaður samkvæmt ISO 9001, ISO 27001 og ISO 14001, sem þýðir að sjóðurinn leitast við að hámarka vinnulagi og þjónustu, upplýsingaöryggi og umhverfisvernd. Ljóst er að SL lífeyrissjóður er eini sjóðurinn á Íslandi með svo víðtæka vottun og jafnvel í Evrópu allri.

 Gæðastarf sjóðsins einkennist af miklum umbótavilja þar sem sífellt er verið að safna upplýsingum um stöðu sjóðsins, meta nauðsynlegar aðgerðir til að fyrirbyggja ógn og hámarka getu, undirbúa umbætur og meta árangur. Í árlegu gæðastarfi sjóðsins er ýmislegt gert sem stuðlar að sífelldum umbótum, eins og lesa má um hér að neðan.

Gæði

  • Mat á stöðu, áhættum og fylgni við starfsferla er tryggt með reglulegu áhættumati, innri og ytri úttektum, úttektum á öryggi kerfa og loks þjónustu- og starfsmannakönnunum. Þannig er reglulega metið hversu vel sjóðnum tekst að ná gæðamarkmiðum í starfi. 
  • Safnað er upplýsingum um allar ábendingar, frábrigði og hrós og brugðist er við þeim öllum á skilvirkan máta. Að sama skapi er safnað upplýsingum um frábrigði við innri úttektir. 
  • Rýni stjórnenda, sem fer fram ársfjórðungslega, fer yfir niðurstöður allra greininga og gerðar eru áætlanir um uppbyggingu og umbætur starfseminnar.  
  • Þess er gætt að gæðaskjöl og ferlum sé fylgt í hvívetna, m.a. með reglulegum innri úttektum og formlegum ISO úttektum. Þannig er stuðlað að því að þjónusta sé eins og hún getur best orðið. 
  • Eins og fyrr sagði eru gæðamál hornsteinn starfseminnar og því er mikill hagur af því að viðhalda gæðakerfinu og jafnframt ISO 9001 vottuninni.

Umhverfi

  • Umhverfismál hafa fengið aukinn forgang síðustu ár þar sem nú er tryggt að visst hlutfall fjárfestinga séu grænar fjárfestingar. 
  • Fyrirtæki og sjóðir sem SL fjárfestir í þurfa nú að skila inn upplýsingum um umhverfis-, félags- og samfélagslegar þætti í sinni starfsemi. Þannig er sjóðurinn að beita sér fyrir aukinni umhverfisvitund samfélagsins. 
  • Búið er að greina kolefnisfótspor af starfsemi sjóðsins, sem er ekki mikið en áfram verður lögð áhersla á að lágmarka það. Þá þurfa birgjar sjóðsins að sýna fram á umhverfisvæna starfsemi vilji þeir viðhalda viðskiptum við sjóðinn. 
  • Umhverfismál munu vaxa og dafna á næstu árum og er þar skýr vilji sjóðsins að vera virkt afl í að ná árangri þar. Vottun í ISO 14001 hjálpar þannig sjóðnum að viðhalda og vaxa á þessu sviði.

Upplýsingaöryggi

  • Með aukinni stafrænni þróun og þörf á öryggi í upplýsingatækniumhverfi hefur upplýsingaöryggi verið hámarkað eins og hægt er. 
  • Þar sem sjóðurinn útvistar öllum upplýsingatæknirekstri er mikil áhersla lögð á að skýrar kröfur til þjónustuaðila í samningum á sama tíma og framkvæmdar eru m.a. úttektir á upplýsingatækniumhverfi. Að sama skapi eru allir starfsferlar er snúa að upplýsingaöryggi og persónuvernd reglulega yfirfarnir til að tryggja að þeir standist allar mögulegar ógnir.
  • Ljóst er að þessi málaflokkur mun alltaf stækka og ógnum mun fjölga og því kappkostar sjóðurinn við að standa vörð um þessi mál og m.a. viðhalda vottun á ISO 27001.