09. desember 2025

Umfjöllun um söluaðila erlendra líftrygginga á Íslandi

Í kjölfar Kveiksþáttar síðastliðinnar viku þar sem umfjöllunarefnið var sala erlendra lífeyristrygginga vill SL lífeyrissjóður árétta að sjóðfélagar okkar greiða hvorki sölu- eða upphafskostnað til SL né heldur uppsagnar- eða flutningskostnað.

 

Sl lífeyrissjóður hvetur fólk til þess að gera samanburð á stöðluðum lykilupplýsingaskjölum vörsluaðila lífeyrissparnaðar, þá sér í lagi á kostnaði og væntri ávöxtun. Lykilupplýsingaskjöl SL er að finna á slóðinni

https://www.sl.is/sereignarsparnadur/avoxtunarleidir/

 

Einstaklingar sem gert hafa samning við erlend lífeyristryggingafélög eða eru að íhuga það eru hvattir til þess að kynna sér málið á

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/kveikur/38416/bebk85

 

Frekari upplýsingar er einnig að finna á

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-12-02-thoknanir-solumanna-eta-upp-sparnadinn-460426

og https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-12-03-liklega-loglegt-en-varla-sidlegt-460585 .

 

Hafi einstaklingur áhuga á að flytja viðbótarsparnað sinn eða tilgreinda séreign til SL lífeyrissjóðs er hægt að gera það með því að fylla út umsóknina Uppsögn og flutningur á viðbótarlífeyrissparnaði til SL eða Uppsögn og flutningur á tilgreindri séreign til SL á slóðinni https://www.sl.is/um-sjodinn/umsoknir/. Vilji sjóðfélagi hætta reglubundnum flutningi tilgreindrar séreignar til annars vörsluaðila er hægt að hafa samband við starfsfólk SL í gegnum sl@sl.is eða í síma 510 7400. Starfsfólk SL getur jafnframt veitt upplýsingar eða aðstoð hafi sjóðfélagar frekari spurningar um málið.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
19.nóv. 2025

Breytingar á tekjuathugun vegna örorkulífeyris

SL ber nú að taka fullt tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun (TR) þegar örorkulífeyrir frá sjóðnum er reiknaður frá...
Lesa meira
Sjá allar fréttir