17. febrúar 2025

Lækkun vaxta sjóðfélagalána

Á fundi stjórnar SL lífeyrissjóðs þann 7. febrúar 2025 var ákveðið að lækka óverðtryggða vexti sjóðfélagalána. Lækka þeir um 0,5% og verða 8,5% frá og með15.02.2025. Breyting tekur til nýrra óverðtryggðra lána og þeirra lána sem koma til vaxtaendurskoðunar á næstunni. Nánari upplýsingar um vexti sjóðfélagalána má finna í vaxtatöflu lána á heimasíðu sjóðsins.

Ef sjóðfélagar vilja frekari upplýsingar þá er velkomið að hafa samband við sjóðinn annað hvort í gegnum netfangið sl@sl.is eða síma 510-7400.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
19.des. 2024

Nýr framkvæmdastjóri hjá SL lífeyrissjóði

Sigurbjörn Sigurbjörnsson hefur óskað eftir því við stjórn SL lífeyrissjóðs að láta af störfum sem framkvæmdastjóri...
Lesa meira
Sjá allar fréttir