Birting yfirlita sjóðfélaga SL
Yfirlit sjóðfélaga hafa verið birt á Ísland.is og á sjóðfélagavef SL. Yfirlitin eru eingöngu send út með rafrænum hætti. Ef sjóðfélagar kjósa geta þeir haft samband við sjóðinn og óskað sérstaklega eftir því að fá yfirlitin send á pappír með pósti.
Yfirlitin miðast við iðgjöld fyrir tímabilið apríl 2024 til og með október 2024, bæði í samtryggingu og séreign. Jafnframt eru birt yfirlit þeirra sem eiga eldri réttindi í séreign. Á yfirlitunum koma fram upplýsingar um skil iðgjalda hvers sjóðfélaga og réttindi viðkomandi til lífeyris frá sjóðnum.
Mikilvægt er fyrir sjóðfélaga að yfirfara sitt yfirlit, ekki síst með það í huga að skoða vandlega hvort öll iðgjöld hafi ekki örugglega skilað sér til sjóðsins, enda eru iðgjöldin grunnur að lífeyrisréttindum hvers og eins.
Mjög mikilvægt er að sjóðfélagar upplýsi sjóðinn sem fyrst hafi iðgjöld ekki skilað sér og þá innan 60 daga annað hvort með því að hringja í síma 510-7400 eða senda tölvupóst á sl@sl.is. Að öðrum kosti geta dýrmæt réttindi tapast.