02. október 2024

Vel sótt 50 ára afmæli SL lífeyrissjóðs

Um það bil 200 manns tóku þátt í 50 ára afmælisviðburði SL lífeyrissjóðs sem haldinn var í Iðnó, þann 26. september sl.

Sigurbjörn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri SL opnaði viðburðinn og flutti stutt ávarp. Þá tók Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi við taumunum og átti mjög fróðlegt spjall við þau Ernu Sverrisdóttur, aðalhagfræðing Arion banka, Má Wolfgang Mixa, dósent í fjármálum og stjórnarmann í Almenna lífeyrissjóðnum og Þórunni Sveinbjörnsdóttur, fv. formann Landssamtaka eldri borgara og Félags eldri borgara í Reykjavík og fv. varaformann Eflingar. Ræddu þau um lífeyrismál og lífeyrisréttindi á breiðum grundvelli undir formerkjunum „Hvað getur lífeyrissjóðurinn þinn gert fyrir þig?“. Helga Braga Jónsdóttir, leikkona lokaði svo viðburðinum með sínu lagi.

Það var mál manna að þetta hafi verið fróðlegt og skemmtilegt - við erum afskaplega þakklát öllum sem mættu. Hér að neðan má finna upptöku frá viðburðinum fyrir þá sem misstu af.