24. september 2024

Lífeyrismál á mannamáli

SL líf­eyr­is­sjóður fagn­ar 50 ára af­mæli í lok sept­em­ber en sjóðnum hef­ur vegnað vel og er til að mynda einn af fáum líf­eyr­is­sjóðum sem hef­ur aldrei þurft að skerða líf­eyr­is­greiðslur til sjóðfé­laga. Eins er sjóður­inn einn tveggja líf­eyr­is­sjóða sem hafa skilað hvað bestri ávöxt­un til 20 ára. Sig­ur­björn Sig­ur­björns­son, fram­kvæmda­stjóri SL líf­eyr­is­sjóðs, seg­ir að ein af ástæðum þess að lang­tíma­ávöxt­un sjóðsins sé góð sé sú að sjóður­inn hafi alla tíð horft til langs tíma og verið var­fær­inn er varðar fjár­fest­ing­ar.

Í til­efni af af­mæl­inu ætl­ar SL líf­eyr­is­sjóður að blása til op­ins viðburðar í Iðnó 26. sept­em­ber kl. 17:00 en þar verður farið yfir líf­eyr­is­mál á manna­máli og á létt­ari nót­um en oft áður. „Líf­eyr­is­sjóðum og þeim sem koma að starfi sjóðanna með bein­um eða óbein­um hætti hef­ur ein­hvern veg­inn tek­ist að flækja líf­eyr­is­mál og rétt­ind­in. Okk­ur lang­ar að reyna að út­skýra hvað líf­eyr­is­sjóður­inn þinn get­ur gert fyr­ir þig, sem er heilmargt, og eins að reyna að koma því til skila á manna­máli,“ seg­ir Sig­ur­björn. „Oft er fólk ekki nægi­lega meðvitað um líf­eyr­is­rétt­indi sín og okk­ur lang­ar til að hafa áhrif á það með þess­um fundi. Að gera líf­eyr­is­mál áhuga­verðari, að fólk velti sinni stöðu fyr­ir sér og vilji skoða hana. Það verður því lítið sem ekk­ert fjallað um SL líf­eyr­is­sjóð á þess­um viðburði held­ur fyrst og fremst rætt um líf­eyr­is­mál al­mennt.“



Sig­ur­björn Sig­ur­björns­son, fram­kvæmda­stjóri SL líf­eyr­is­sjóðs, seg­ir að ein af ástæðum þess að lang­tíma­ávöxt­un SL líf­eyr­is­sjóðs sé góð sé sú að sjóður­inn hafi alla tíð horft til langs tíma og verið var­fær­inn er varðar fjár­fest­ing­ar.

Mik­il­vægt að skoða líf­eyr­is­mál­in snemma
Eins og áður sagði er viðburður­inn op­inn öll­um en þar mun Björn Berg Gunn­ars­son fjár­málaráðgjafi stýra léttu spjalli við þrjá ein­stak­linga sem öll þekkja líf­eyr­is­mál og al­menn­an sparnað fyr­ir hin ýmsu ævi­skeið. Þetta eru Erna Björg Sverr­is­dótt­ir, aðal­hag­fræðing­ur hjá Ari­on banka, Már Wolfgang Mixa, dós­ent í fjár­mál­um og stjórn­ar­maður í Al­menna líf­eyr­is­sjóðnum og Þór­unn Svein­björns­dótt­ir, fyrr­ver­andi formaður Lands­sam­bands eldri borg­ara og Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og fyrr­ver­andi vara­formaður Efl­ing­ar stétt­ar­fé­lags.

Þá seg­ir Sig­ur­björn að í lok­in komi Helga Braga með henn­ar skemmti­lega sjón­ar­horn á líf­eyr­is­mál enda nauðsyn­legt að hafa gott skemmti­atriði í af­mæl­is­veislu. „Yf­ir­leitt fer fólk að velta líf­eyr­is­mál­um fyr­ir sér í kring­um sex­tugt þegar líf­eyris­tökuald­ur­inn nálg­ast. Og satt að segja er það kannski held­ur seint því það skipt­ir máli að vera með putt­ana á púls­in­um. Það get­ur verið mjög dýr­mætt að skoða líf­eyr­is­mál fljót­lega eft­ir að fólk er komið í fast starf, hvort sem það er eft­ir grunn­skóla­nám, iðnnám eða há­skóla­nám, þannig að fólk sé meðvitað í hvað stefn­ir.“

Mis­mun­andi rétt­indi eft­ir sjóðum
Aðspurður hvort fólki finn­ist líf­eyr­is­mál flók­in og jafn­vel yfirþyrm­andi seg­ir Sig­ur­björn að vissu­lega geti það oft átt við. „Að ein­hverju marki eru upp­lýs­ing­arn­ar um líf­eyr­is­mál ekki nægi­lega aðgengi­leg­ar því nú til dags vill fólk geta leitað sér upp­lýs­inga hratt á vefn­um. Kannski þurf­um við hjá líf­eyr­is­sjóðunum líka að vanda okk­ur bet­ur við að sýna þess­ar upp­lýs­ing­ar og bera þetta á borð með ein­fald­ari hætti því það eru alltof fáir sem virki­lega velta þessu fyr­ir sér,“ seg­ir Sig­ur­björn og bæt­ir við að það geti skipt heil­miklu máli að velja sér rétt­an líf­eyr­is­sjóð því rétt­indi sjóðfé­laga séu mjög mis­mun­andi eft­ir því hver sjóður­inn er.

„Hjá sum­um sjóðum er hluti af lög­bundna iðgjald­inu sett í bundna sér­eign á meðan hér er lög­bundna iðgjaldið að meg­in­stofni sett í svo­kallaða sam­trygg­ingu sem er ævi­lang­ur líf­eyr­ir. Staða sjóðanna er mis­mun­andi og sjóðfé­lag­ar mynda mis­mun­andi rétt­indi eft­ir því hvaða sjóði er borgað í. All­ir sjóðir birta töfl­ur sem hægt er að skoða og það er auðveld­ara að bera þetta sam­an en marg­ir halda.“


SL líf­eyr­is­sjóður er op­inn sjóður fyr­ir þau sem geta valið sér sjóð og auk þess al­gjör­lega óháður bönk­um og stétt­ar­fé­lög­um, sem þýðir að við vinn­um ein­göngu með hags­muni sjóðfé­laga í huga.

SL líf­eyr­is­sjóður er op­inn sjóður fyr­ir þau sem geta valið sér sjóð og auk þess al­gjör­lega óháður bönk­um og stétt­ar­fé­lög­um, sem þýðir að við vinn­um ein­göngu með hags­muni sjóðfé­laga í huga.

Aðgengi­leg­ar upp­lýs­ing­ar
Þá seg­ir Sig­ur­björn að gjarn­an borgi fólk í nokkra líf­eyr­is­sjóði um starfsæv­ina en það sé auðvelt að sjá í hvaða sjóði hafi verið borgað með því að fara inn á líf­eyr­is­gátt með ra­f­ræn­um skil­rík­um. Eins seg­ir Sig­ur­björn að á heimasíðu SL líf­eyr­is­sjóðs sé mikið um upp­lýs­ing­ar en und­an­farið hafi heimasíðan verið end­ur­bætt veru­lega.

„SL líf­eyr­is­sjóður vill með þessu segja meira frá sjóðnum, hvað verið sé að gera og hver ár­ang­ur­inn hef­ur verið. SL líf­eyr­is­sjóður er op­inn sjóður fyr­ir þau sem geta valið sér sjóð og auk þess al­gjör­lega óháður bönk­um og stétt­ar­fé­lög­um sem þýðir að við vinn­um ein­göngu með hags­muni sjóðfé­laga í huga. Við höf­um því látið aðeins meira að okk­ur kveða en áður. Opni viðburður­inn í Iðnó er skref í þessa átt, að gera líf­eyr­is­mál­in von­andi aðgengi­legri og ef til vill áhuga­verðari,“ seg­ir Sig­ur­björn að lok­um og hvet­ur alla til að kíkja í Iðnó 26. sept­em­ber. „Við von­umst til að fólk hafi gam­an af og geti notið þess að vera með okk­ur þenn­an dag.“

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
10.okt. 2024

Innheimta iðgjalda í lífeyrissjóð fyrir árið 2023

Þann 9. október síðastliðinn hófst innheimta vangreiddra iðgjalda vegna launatekna og reiknaðs endurgjalds ársins 2023...
Lesa meira
Sjá allar fréttir