04. júní 2024

SL með bestu ávöxtun samtryggingardeilda lífeyrissjóða árið 2023

2,5% raunávöxtun 
Við höfum getað státað okkur af því að vera sá lífeyrissjóður á landinu sem hefur boðið sjóðfélögum sínum upp á eina bestu langtímaávöxtun í gegnum tíðina. Því er okkur mikil ánægja að greina frá því að sú vegferð gengur enn með ágætum, því SL lífeyrissjóður hefur nú mælst með bestu ávöxtun samtryggingardeilda íslenskra lífeyrissjóða fyrir síðasta ár, 2023, eins og reyndar árið 2022.

Þannig var nafnávöxtun samtryggingadeildar 10,7% fyrir árið 2023 og raunávöxtun (ávöxtun þegar verðbólga hefur verið dregin frá) jákvæð um 2,5% fyrir sama ár. Við erum afskaplega ánægð með að hafa getað varið fjármuni sjóðfélaga okkar með jákvæðri ávöxtun, þrátt fyrir hátt vaxtastig og krefjandi markaðsaðstæður að öðru leyti undanfarin ár. 

Af hverju skiptir máli að líta til langtímaávöxtunar þegar velja á lífeyrissjóð?

Verðbréfamarkaðir fara upp og niður og vaxtastig breytist eins og við höfum fundið fyrir. Ávöxtun eigna lífeyrissjóða gefur mismikið af sér á milli ára fyrir vikið. Eitt árið getur verið mjög gjöfult og það næsta síður. Þannig reyna lífeyrissjóðir að sigla milli skers og báru til að ná sem bestri ávöxtun þegar upp er staðið fyrir sína félaga. Því skiptir máli að líta til ávöxtunar lífeyrissjóða til 5, 10 og 20 ára þegar árangur þeirra er skoðaður og bera saman sömu mælikvarða. 

Það að samtryggingardeildin okkar hafi mælst með bestu ávöxtun síðastliðið ár, er mjög mikilvæg varða í lengri vegferð við uppbygginu á sjóðum fólks til að geta tryggt því öruggt ævikvöld. Með varkárri fjárfestingarstefnu  okkar höfum við getað sýnt fram á eina bestu langtímaávöxtun á meðal íslenskra lífeyrissjóða yfir 20 ára tímabil en meðalraunávöxtun síðustu 20 ára var 4,8% (2004-2023) sem er með hæstu ávöxtun yfir lengri tíma hjá íslenskum lífeyrissjóðum.

Viltu gerast sjóðfélagi hjá SL lífeyrissjóði?
Sæktu um hér
 

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
04.jún. 2024

Ein­blína á trausta á­vöxtun til langs tíma

Síðar á árinu fagnar SL lífeyrissjóður 50 ára starfsafmæli sínu. Stjórn, framkvæmdastjóri og starfsfólk er mjög stolt af...
Lesa meira
Sjá allar fréttir