14. apríl 2024
SL lífeyrissjóður – farsælt starf í 50 ár
Í ár, 2024 fagnar Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda - SL lífeyrissjóður 50 ára starfsafmæli, en sjóðurinn var stofnaður þann 26. september 1974, þegar allt launafólk á Íslandi var skyldað til að greiða í lífeyrissjóð. Við erum sérlega stolt af farsælli sögu okkar í þjónustu við launafólk á Íslandi frá upphafi en sjóðurinn hefur nokkra sérstöðu á meðal íslenskra lífeyrissjóða. Sjóðurinn starfaði aðallega fyrir þá starfshópa sem höfðu enga sjálfsagða aðild að neinum sjóði, en í dag er hann opinn öllum launþegum sem valið geta sér lífeyrissjóð. Við stofnun hét sjóðurinn Biðreikningar lífeyrisiðgjalda, en fyrsti framkvæmastjóri sjóðsins var Jón Dan Jónsson, fyrrverandi ríkisféhirðir. Nafn sjóðsins breyttist í Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 1981 en árið 2018 tók sjóðurinn upp starfsheitið SL lífeyrissjóður. Sigurbjörn Sigurbjörnsson hefur verið framkvæmdastjóri SL lífeyrissjóðs síðan 1997.
Varkár fjárfestir - Úrvalsdeildin í langtímaávöxtun
Við þökkum farsælan feril okkar íhaldssemi í fjárfestingarákvörðunum. Frá upphafi hefur sjóðurinn verið varfærinn fjárfestir, en litið yfir 20 ára tímabil hefur sjóðurinn verið með eina bestu langtímaávöxtunina á meðal íslenskra lífeyrissjóða og hlotið viðurkenningu í þeim efnum. Tryggingafræðileg staða sjóðsins hefur alltaf verið sterk, byggir á traustum grunni þar sem hagur sjóðfélaga okkar er ávallt í fyrirrúmi. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign, en í samanburði við aðra íslenska lífeyrissjóði hefur samtryggingadeild SL staðið sig einna best. SL lífeyrissjóður hefur aldrei þurft að skerða lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga.
Aðeins fyrir sjóðfélaga og enga aðra
SL lífeyrissjóður er óháður öllum stéttarfélögum og bönkum sem þýðir að hann ber alltaf og eingöngu hagsmuni sinna sjóðfélaga og fjölskyldu hans fyrir brjósti. Mikil áhersla hefur verið á að halda rekstrarkostnaði í lágmarki og ná traustri og góðri ávöxtun á eignir sem hefur leitt til þess að hægt hefur verið að ná fram auknum réttindum fyrir sjóðfélaga. Sem dæmi greiðir SL makalífeyri lengur en flestir sjóðir, eða til æviloka eftirlifandi maka að uppfylltum skilyrðum. Fjöldi greiðandi sjóðfélaga í dag eru um 13 þúsund einstaklingar en tæplega 150 þúsund manns eiga einhver réttindi hjá sjóðnum.
Framsækinn sjóður í 50 ár
Við erum framsækin, en leggjum að sama skapi höfuðáherslu á stöðugleika og ábyrga fjárfestingarstefnu. SL er í fararbroddi þegar kemur að alþjóðlegum vottunum, var fyrstur íslenskra lífeyrissjóða til að hljóta ISI 27001 staðalinn sem snýr að upplýsingaöryggi og fyrsti og eini sjóður landsins sem hlotið hefur alþjóðlega vottun BSI á umhverfisstjórnunarkerfi (ISO 14001). Við munum horfa til þess í allri ákvörðunartöku um fjárfestingar hvernig við getum haft áhrif til góðs í umhverfismálum hérlendis sem erlendis og höfum sett okkur stefnu um ábyrgar fjárfestingar til ársins 2030.
Varkár fjárfestir - Úrvalsdeildin í langtímaávöxtun
Við þökkum farsælan feril okkar íhaldssemi í fjárfestingarákvörðunum. Frá upphafi hefur sjóðurinn verið varfærinn fjárfestir, en litið yfir 20 ára tímabil hefur sjóðurinn verið með eina bestu langtímaávöxtunina á meðal íslenskra lífeyrissjóða og hlotið viðurkenningu í þeim efnum. Tryggingafræðileg staða sjóðsins hefur alltaf verið sterk, byggir á traustum grunni þar sem hagur sjóðfélaga okkar er ávallt í fyrirrúmi. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign, en í samanburði við aðra íslenska lífeyrissjóði hefur samtryggingadeild SL staðið sig einna best. SL lífeyrissjóður hefur aldrei þurft að skerða lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga.
Aðeins fyrir sjóðfélaga og enga aðra
SL lífeyrissjóður er óháður öllum stéttarfélögum og bönkum sem þýðir að hann ber alltaf og eingöngu hagsmuni sinna sjóðfélaga og fjölskyldu hans fyrir brjósti. Mikil áhersla hefur verið á að halda rekstrarkostnaði í lágmarki og ná traustri og góðri ávöxtun á eignir sem hefur leitt til þess að hægt hefur verið að ná fram auknum réttindum fyrir sjóðfélaga. Sem dæmi greiðir SL makalífeyri lengur en flestir sjóðir, eða til æviloka eftirlifandi maka að uppfylltum skilyrðum. Fjöldi greiðandi sjóðfélaga í dag eru um 13 þúsund einstaklingar en tæplega 150 þúsund manns eiga einhver réttindi hjá sjóðnum.
Framsækinn sjóður í 50 ár
Við erum framsækin, en leggjum að sama skapi höfuðáherslu á stöðugleika og ábyrga fjárfestingarstefnu. SL er í fararbroddi þegar kemur að alþjóðlegum vottunum, var fyrstur íslenskra lífeyrissjóða til að hljóta ISI 27001 staðalinn sem snýr að upplýsingaöryggi og fyrsti og eini sjóður landsins sem hlotið hefur alþjóðlega vottun BSI á umhverfisstjórnunarkerfi (ISO 14001). Við munum horfa til þess í allri ákvörðunartöku um fjárfestingar hvernig við getum haft áhrif til góðs í umhverfismálum hérlendis sem erlendis og höfum sett okkur stefnu um ábyrgar fjárfestingar til ársins 2030.
Fleiri fréttir
Sjá allar fréttir
19.des. 2024
Nýr framkvæmdastjóri hjá SL lífeyrissjóði
Sigurbjörn Sigurbjörnsson hefur óskað eftir því við stjórn SL lífeyrissjóðs að láta af störfum sem framkvæmdastjóri...
Lesa meira25.nóv. 2024