21. nóvember 2023

Frumvarpið ávísun á langvarandi málaferli

Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um slit ÍL-sjóðs felur í sér viðurkenningu á rétti skuldabréfaeigenda til vaxta af íbúðabréfum allt til lokagjalddaga og ábyrgð ríkisins á þeim. Felst í þessu grundvallarbreyting á afstöðu ráðherrans frá því sem verið hefur. Frumvarpið myndi hins vegar vera fjarri því að ná yfirlýstum markmiðum sínum yrði það að lögum. Það myndi að öllum líkindum auka við fjárútgjöld ríkisins, raska jafnvægi á fjármálamarkaði, skapa áratuga óvissu um uppgjör á skuldbindingum ÍL-sjóðs og skaða orðspor ríkisins. Lögin myndu því beinlínis stríða gegn þeim markmiðum sem að er stefnt. Þá virðist sem ekki hafi farið fram viðeigandi greining af hálfu ráðuneytisins eða Seðlabankans á fjármálastöðugleika, peningamagni í umferð og þar með verðbólgu og fleiri slíkum þáttum.

Þetta kemur fram í ítarlegum athugasemdum LOGOS lögmannsþjónustu sem í dag hefur, fyrir hönd tuttugu lífeyrissjóða, skilað í samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarpsins.

Í athugasemdunum segir ennfremur að frumvarpið beri þess skýr merki að íslenska ríkið hyggist sniðganga ábyrgðarskuld­bindingar sínar gagnvart skuldabréfaeigendum þrátt fyrir viðurkenningu þeirra á ytra borði. Lagasetningin fæli í sér eignarnám eða bótaskylda takmörkun eignarréttinda skuldabréfaeigenda án þess að uppfyllt væru skilyrði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um gæði lagasetningar, almenningsþörf, fullt verð og kröfur um meðalhóf.

Frumvarpið er ávísun á langvarandi ágreiningsmál íslenska ríkisins við lífeyrissjóðina í landinu fyrir dómstólum.

Fjölmargar aðrar athugasemdir eru gerðar við frumvarpsdrögin og eru þær m.a. um efnahagslega þætti unnar í samráði við dr. Hersi Sigurgeirsson, prófessor í fjármálum við Háskóla Íslands og Arctica Finance. Athugasemdir LOGOS fylgja með auk yfirlits helstu punkta.

 

Athugasemdir LOGOS

Yfirlit helstu punkta

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
10.okt. 2024

Innheimta iðgjalda í lífeyrissjóð fyrir árið 2023

Þann 9. október síðastliðinn hófst innheimta vangreiddra iðgjalda vegna launatekna og reiknaðs endurgjalds ársins 2023...
Lesa meira
Sjá allar fréttir