26. október 2023

Hver er besti lífeyrissjóðurinn fyrir þig?

Á Íslandi starfa lífeyrissjóðir sem allir eiga það sammerkt að gæta hagsmuna sinna sjóðfélaga og vera þeim fjárhagslegt öryggisnet ef til áfalla kemur og þegar eftirlaunaaldri er náð. Sumir lífeyrissjóðir eru opnir fyrir alla, en aðrir eru bundnir ákveðnum starfsgreinum og stéttarfélögum. Ef þú ert óviss um hvort þú getur valið þér lífeyrissjóð getur vinnuveitandi þinn gefið þér upplýsingar og leiðbeiningar. SL lífeyrissjóður er opinn öllum þeim launþegum sem geta valið sér lífeyrissjóð og mjög hentugur fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, sama í hvaða atvinnugrein þeir kunna að starfa.

Til að meta hvaða lífeyrissjóður gæti hentað þér og þínum markmiðum eru nokkrir mikilvægir þættir sem getur verið gott að skoða.

Hvernig stendur lífeyrissjóðurinn sig í ávöxtun?

Allt vinnandi fólk frá sextán ára til sjötugs borgar af sínum launum í skyldusparnað og í séreignarsjóð ef það kýs og fær mótframlag frá vinnuveitenda. Allt greiðist þetta í lífeyrissjóð sjóðfélaga. Það er mikilvægt að skoða hvernig lífeyrissjóðurinn þinn ávaxtar peningana þína þannig að lífeyrisgreiðslur og lífeyrisréttindi séu hámörkuð fyrir þig þegar þú þarft á þeim að halda. Það getur verið gott að skoða hvernig lífeyrissjóðurinn hagar sínum fjárfestingum og hvaða kröfur um ávöxtun hann hefur á þau félög sem fjárfest er í. Þú getur skoðað og borið saman ávöxtun lífeyrissjóða – hvernig hefur sjóðurinn staðið í langtímaávöxtun? Skiptir þig máli að lífeyrissjóðurinn þinn sé ábyrgur fjárfestir og gerir kröfur á félög sem hann eigi í séu samfélagslega ábyrg?

SL lífeyrissjóður er varfærinn fjárfestir og hefur með fjárfestingarstefnu og stefnu um ábyrgar fjárfestingar sinni sýnt fram á eina bestu langtímaávöxtun (yfir 20 ára tímabil) á lífeyrissparnaði sjóðfélaga á meðal íslenskra sjóða.

Hvernig lánakjör bjóðast?

Eins og lífeyrissjóðir á Íslandi eru margir, þá geta lánakjör til íbúðarkaupa eða framkvæmda einnig verið mismunandi. Hægt er að bera saman lánakjör nokkurra íslenskra lífeyrissjóða á Aurbjorgog þar séð í fljótu bragði hvaða kjör bjóðast hverju sinni.

SL lífeyrissjóður býður upp á hagstæð húsnæðislán með allt að 75% veðhlutfalli og er þannig í fremstu röð lífeyrissjóða á Íslandi. Þú getur valið á milli óverðtryggðra, verðtryggðra eða blandaðra lána.

Hvernig eru stjórnarhættir lífeyrissjóðsins?

Það skiptir máli fyrir sjóðfélaga hvernig lífeyrissjóðir eru reknir og hvernig stjórnarhætti þeir viðhafa. Skoðaðu hvort að lífeyrissjóðurinn þinn hefur sett sér stefnur um stjórnun og fjárfestingar, t.d. fjárfestingarstefnu, hluthafastefnu, stefnu um áhættu og áhættustýringu og siðareglur. Samræmist stefna sjóðsins þínum gildum og markmiðum?

SL lífeyrissjóður leggur áherslu á góða stjórnarhætti við stefnumótun og daglega stjórnun sjóðsins og hefur gefið út yfirlýsingu sem ætlað að styðja við góða stjórnarhætti hjá sjóðnum og styðja þannig við traustan rekstur. Þá hefur SL starfskjarastefnu sem er ætlað að styðja við hagkvæman rekstur og markmið sjóðsins um ábyrga starfshætti og vönduð vinnubrögð. Stefnunni er jafnframt ætlað að tryggja sem best langtímahagsmuni og viðmið lífeyrisréttinda sjóðfélaga.


Skiptir samfélagsábyrgð lífeyrissjóðsins máli fyrir þig?

Fjárfestar eins og lífeyrissjóðir gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að ábyrgð í umhverfis- og loftlagsmálum og því að stuðla að sjálfbærni. Lífeyrissjóðir fjárfesta fjármunum um allan heim sem kallar á að þeir bæði þekki og geti metið fjárfestingar sínar út frá sjálfbærni og haft ábyrgar fjárfestingar að leiðarljósi.

SL lífeyrissjóður er fyrsti og eini íslenski lífeyrissjóðurinn sem hefur hlotið alþjóðlega vottun BSI á Íslandi samkvæmt ISO 14001:2015 umhverfisstaðlinum, sem er alþjóðlega viðurkennd vottun fyrir þau fyrirtæki sem setja umhverfismál í öndvegi. Innleiðing umhverfisstaðalsins þýðir m.a. að SL lífeyrissjóður mun horfa til þess í allri ákvörðunartöku um fjárfestingar hvernig hann getur haft áhrif til góðs í umhverfismálum bæði hér heima og erlendis en á sama tíma skilað góðri ávöxtun til sinna sjóðfélaga. Þá hefur SL lífeyrissjóður sett sér markmið um ábyrgar fjárfestingar til ársins 2030, þar sem gerðar eru þær kröfur að þau félög sem sjóðurinn fjárfesti í sýni ábyrgð gagnvart félagslegum og umhverfislegum þáttum sem og stjórnarháttum (UFS).


Er SL kannski besti lífeyrissjóðurinn fyrir þig?

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
10.okt. 2024

Innheimta iðgjalda í lífeyrissjóð fyrir árið 2023

Þann 9. október síðastliðinn hófst innheimta vangreiddra iðgjalda vegna launatekna og reiknaðs endurgjalds ársins 2023...
Lesa meira
Sjá allar fréttir