21. september 2023

Hækkun vaxta sjóðfélagalána

Á fundi stjórnar SL lífeyrissjóðs þann 19. september sl. var ákveðið að hækka vexti sjóðfélagalána. Verðtryggðir fastir vextir verða 3,55% og tekur breytingin eingöngu til nýrra lána sem veitt eru frá og með 20.09.2023. Breytilegir verðtryggðir vextir sjóðfélagalána verða 3,15%. Tekur breytingin gildi 1. nóvember nk. og hefur áhrif á áður veitt lán með breytilegum vöxtum sem og ný lán. Loks verða óverðtryggðir vextir 9,70% og tekur breytingin gildi 15.10.2023. Hefur breytingin áhrif á ný óverðtryggð lán og þau lán sem eru að koma til vaxtaendurskoðunar næstu misserin. Ástæða þessa er sú að vextir á verðbréfamarkaði hafa hækkað verulega að undanförnu og að verðbólga hefur verið þrálátari en vænst var. Nánari upplýsingar um vexti sjóðfélagalána eru á heimasíðu sjóðsins undir lán og svo flipi er heitir vaxtatafla sjóðsins. Ef sjóðfélagar vilja frekari upplýsingar þá velkomið að hafa samband við sjóðinn annað hvort í gegnum netfangið sl@sl.is eða síma 5107400.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
04.jún. 2024

SL með bestu ávöxtun samtryggingardeilda lífeyrissjóða árið 2023

Við höfum getað státað okkur af því að vera sá lífeyrissjóður á landinu sem hefur boðið sjóðfélögum sínum upp á eina...
Lesa meira
Sjá allar fréttir