21. september 2023
Hækkun vaxta sjóðfélagalána
Á fundi stjórnar SL lífeyrissjóðs þann 19. september sl. var ákveðið að hækka vexti sjóðfélagalána. Verðtryggðir fastir vextir verða 3,55% og tekur breytingin eingöngu til nýrra lána sem veitt eru frá og með 20.09.2023. Breytilegir verðtryggðir vextir sjóðfélagalána verða 3,15%. Tekur breytingin gildi 1. nóvember nk. og hefur áhrif á áður veitt lán með breytilegum vöxtum sem og ný lán. Loks verða óverðtryggðir vextir 9,70% og tekur breytingin gildi 15.10.2023. Hefur breytingin áhrif á ný óverðtryggð lán og þau lán sem eru að koma til vaxtaendurskoðunar næstu misserin. Ástæða þessa er sú að vextir á verðbréfamarkaði hafa hækkað verulega að undanförnu og að verðbólga hefur verið þrálátari en vænst var. Nánari upplýsingar um vexti sjóðfélagalána eru á heimasíðu sjóðsins undir lán og svo flipi er heitir vaxtatafla sjóðsins. Ef sjóðfélagar vilja frekari upplýsingar þá velkomið að hafa samband við sjóðinn annað hvort í gegnum netfangið sl@sl.is eða síma 5107400.
Fleiri fréttir
Sjá allar fréttir
21.nóv. 2024
Þarf sjálfstætt starfandi eða verktaki að greiða í lífeyrissjóð?
Á undanförnum árum hefur aukist mikið að fólk kjósi að vinna á eigin vegum sem verktaki, eða giggari, sem vinnur fyrir...
Lesa meira09.okt. 2024