20. september 2023
SL lífeyrissjóður í betri stöðu en talið var
Komið hefur í ljós að útreikningar á tryggingafræðilegri úttekt á SL lífeyrissjóði fyrir árið 2022 voru ekki alveg réttir. Því var staða sjóðsins endurreiknuð og er niðurstaðan sú að hún er heldur betri en ársreikningur sjóðsins fyrir árið 2022 greinir frá.
Í stað þess að heildarskuldbinding sé -5,8% þá er hún -4,7%.
Breytingin er þar af leiðandi sjóðnum og sjóðfélögum hagfelld sem nemur 1,1% og er staða sjóðsins sterkari fyrir vikið. Tryggingafræðileg úttekt er framkvæmd árlega til að fylgjast með getu sjóðsins til að standa undir lífeyrisgreiðslum í nútíð og framtíð, en hún getur verið breytileg á milli ára. Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði má heildarstaða lífeyrissjóða aldrei vera verri eða betri en 10% af heildarskuldbindingu en sjóðurinn hefur alltaf verið undir þeim mörkum og er því í sterkri stöðu til að standa við sínar skuldbindingar í nútíð og til framtíðar. Fjármálaeftirlit hjá Seðlabanka Íslands hefur þegar verið upplýst um þessa stöðu. Við biðjumst velvirðingar á þessu en leiðréttingarinnar verður getið í ársuppgjöri vegna þessa árs.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, þá er velkomið að hafa samband við okkur á netfangið sl@sl.is eða
í síma 510 7400.
Í stað þess að heildarskuldbinding sé -5,8% þá er hún -4,7%.
Breytingin er þar af leiðandi sjóðnum og sjóðfélögum hagfelld sem nemur 1,1% og er staða sjóðsins sterkari fyrir vikið. Tryggingafræðileg úttekt er framkvæmd árlega til að fylgjast með getu sjóðsins til að standa undir lífeyrisgreiðslum í nútíð og framtíð, en hún getur verið breytileg á milli ára. Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði má heildarstaða lífeyrissjóða aldrei vera verri eða betri en 10% af heildarskuldbindingu en sjóðurinn hefur alltaf verið undir þeim mörkum og er því í sterkri stöðu til að standa við sínar skuldbindingar í nútíð og til framtíðar. Fjármálaeftirlit hjá Seðlabanka Íslands hefur þegar verið upplýst um þessa stöðu. Við biðjumst velvirðingar á þessu en leiðréttingarinnar verður getið í ársuppgjöri vegna þessa árs.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, þá er velkomið að hafa samband við okkur á netfangið sl@sl.is eða
í síma 510 7400.

Fleiri fréttir
Sjá allar fréttir

17.feb. 2025
Lækkun vaxta sjóðfélagalána
Á fundi stjórnar SL lífeyrissjóðs þann 7. febrúar 2025 var ákveðið að lækka óverðtryggða vexti sjóðfélagalána. Lækka...
Lesa meira19.des. 2024
Nýr framkvæmdastjóri hjá SL lífeyrissjóði
25.nóv. 2024