20. september 2023

SL lífeyrissjóður í betri stöðu en talið var

Komið hefur í ljós að útreikningar á tryggingafræðilegri úttekt á SL lífeyrissjóði fyrir árið 2022 voru ekki alveg réttir. Því var staða sjóðsins endurreiknuð og er niðurstaðan sú að hún er heldur betri en ársreikningur sjóðsins fyrir árið 2022 greinir frá.

Í stað þess að heildarskuldbinding sé -5,8% þá er hún -4,7%.


Breytingin er þar af leiðandi sjóðnum og sjóðfélögum hagfelld sem nemur 1,1% og er staða sjóðsins sterkari fyrir vikið. Tryggingafræðileg úttekt er framkvæmd árlega til að fylgjast með getu sjóðsins til að standa undir lífeyrisgreiðslum í nútíð og framtíð, en hún getur verið breytileg á milli ára. Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði má heildarstaða lífeyrissjóða aldrei vera verri eða betri en 10% af heildarskuldbindingu en sjóðurinn hefur alltaf verið undir þeim mörkum og er því í sterkri stöðu til að standa við sínar skuldbindingar í nútíð og til framtíðar. Fjármálaeftirlit hjá Seðlabanka Íslands hefur þegar verið upplýst um þessa stöðu. Við biðjumst velvirðingar á þessu en leiðréttingarinnar verður getið í ársuppgjöri vegna þessa árs.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, þá er velkomið að hafa samband við okkur á netfangið sl@sl.is eða
í síma 510 7400.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
04.jún. 2024

SL með bestu ávöxtun samtryggingardeilda lífeyrissjóða árið 2023

Við höfum getað státað okkur af því að vera sá lífeyrissjóður á landinu sem hefur boðið sjóðfélögum sínum upp á eina...
Lesa meira
Sjá allar fréttir