28. febrúar 2023

Hækkun vaxta óverðtryggðra- og breytilegra verðtryggðra sjóðfélagalána

Á fundi stjórnar SL lífeyrissjóðs þann 21. febrúar sl. var ákveðið að hækka breytilega verðtryggða vexti á sjóðfélagalánum úr 1,99% í 2,25%. Ástæða þessa er sú að verðtryggðir vextir á verðbréfamarkaði hafa verið að hækka og því eðlilegt að breytilegir vextir geri það líka við þær aðstæður. Tekur breytingin gildi 1. apríl 2023. Þessi breyting hefur áhrif á útistandandi sjóðfélagalán með breytilegum verðtryggðum vöxtum og eykur greiðslubyrði slíkra lána. Á það er minnt að hægt er að breyta vaxtakjörum verðtryggðs láns með breytilega vexti í fasta vexti óski lántaki þess. Jafnframt var ákveðið að óverðtryggðir vextir verði 8,20% frá 15. mars 2023 en þeir eru núna 7,94%. Ef sjóðfélagar vilja frekari upplýsingar þá endilega hafið samband við sjóðinn.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
04.jún. 2024

SL með bestu ávöxtun samtryggingardeilda lífeyrissjóða árið 2023

Við höfum getað státað okkur af því að vera sá lífeyrissjóður á landinu sem hefur boðið sjóðfélögum sínum upp á eina...
Lesa meira
Sjá allar fréttir