21. desember 2022
Breytingar á samþykktum
SL lífeyrissjóður vill vekja athygli á því að frá komandi áramótum taka gildi samþykktarbreytingar sem snerta greiðandi sjóðfélaga og lífeyrisþega.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti breytingarnar þann 15. desember s.l. Unnið er innan sjóðsins að innleiðingu þeirra. Snúa breytingarnar að nokkrum þáttum. Eru þær helstar:
- Hægt að hefja töku eftirlauna frá 60 ára aldri í stað 65 ára áður.
- Hækkun lífeyrisgreiðslna um 5,6% frá áramótum.
- Aðlögum réttinda að breyttum eftirlifanditöflum en nú er horft til framtíðar í stað sögulegra gagna um dánarlíkur.
- Upptaka á nýrri réttindatöflu sem reiknar út framtíðarréttindi.
Jafnframt er vakin athygli á því að sökum upptöku nýrra eftirlifanditaflna má búast við tíðari endurútreikningi á réttindatöflu sjóðsins.
Hægt er að kynna sér samþykktirnar hér.

Fleiri fréttir
Sjá allar fréttir

24.mar. 2025
Ársfundur SL 2025
Ársfundur SL lífeyrissjóðs verður föstudaginn 11. apríl 2025 kl. 16:00 á Hilton Nordica Reykjavík, Suðurlandsbraut 2...
Lesa meira19.mar. 2025
Starfsemi SL lífeyrissjóðs árið 2024
17.feb. 2025