02. nóvember 2022
Útsending yfirlita til sjóðfélaga
Um miðjan október voru send út yfirlit til sjóðfélaga og eiga þau að hafa borist sjóðfélögum sjóðsins. Yfirlitin miðast við iðgjöld fyrir tímabilið apríl 2022 til og með september 2022 bæði í samtryggingu og séreign. Á yfirlitinu koma fram upplýsingar um skil iðgjalda hvers sjóðfélaga og réttindi viðkomandi til lífeyris frá sjóðnum.
Mikilvægt er fyrir hvern og einn sjóðfélaga að yfirfara sitt yfirlit, ekki síst með það í huga að skoða vandlega hvort iðgjöld hafi skilað sér til sjóðsins, enda eru iðgjöldin grunnur að lífeyrisréttindum hvers og eins.
Berist sjóðfélaga ekki yfirlit ber honum innan 60 daga að hafa samband við sjóðinn annað hvort með því að hringja í síma 510-7400 eða senda tölvupóst á sl@sl.is.

Fleiri fréttir
Sjá allar fréttir

17.feb. 2025
Lækkun vaxta sjóðfélagalána
Á fundi stjórnar SL lífeyrissjóðs þann 7. febrúar 2025 var ákveðið að lækka óverðtryggða vexti sjóðfélagalána. Lækka...
Lesa meira19.des. 2024
Nýr framkvæmdastjóri hjá SL lífeyrissjóði
25.nóv. 2024