21. október 2022

Breyting á vöxtum verðtryggðra lána til sjóðsfélaga

Á fundi stjórnar SL lífeyrissjóðs þann 18. október sl. var ákveðið að lækka fasta vexti á verðtryggðum lánum til sjóðfélaga úr 3,55% í 2,95%. Breytingin tekur gildi frá og með 1. nóvember 2022. Þetta hefur eingöngu áhrif á ný sjóðfélagalán, en þeir geta nú tekið verðtryggð lán til allt að 40 ára á lægri föstum verðtryggðum vöxtum en áður.

Sökum þess að stýrivextir hafa hækkað og vegna þeirra óvissu sem framundan er þá hafa vextir hækkað á markaði sem leiðir til þess að breytilegir vextir sjóðsins hækka að sama skapi. Því var einnig ákveðið að hækka breytilega vexti á verðtryggðum lánum sjóðfélaga úr 1,64% í 1,99%. Þetta hefur áhrif á útistandandi verðtryggð lán sjóðfélaga með breytilegum vöxtum og mun því auka greiðslubyrði slíkra lána.

Breytist staðan á ný og vextir lækki munu vextir sjóðsins fylgja þeirri þróun. Tekur breytingin gildi 1. desember 2022. Á það er minnt að sjóðfélagar geta óskað eftir því að breyta vaxtakjörum verðtryggðs láns með breytilega vexti í fasta vexti.

Ef þú vilt frekari upplýsingar þá endilega hafðu samband við sjóðinn með tölvupósti á netfangið sl@sl.is eða í síma 5107400.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
04.jún. 2024

SL með bestu ávöxtun samtryggingardeilda lífeyrissjóða árið 2023

Við höfum getað státað okkur af því að vera sá lífeyrissjóður á landinu sem hefur boðið sjóðfélögum sínum upp á eina...
Lesa meira
Sjá allar fréttir