29. ágúst 2022

Get ég fengið skammtímalán hjá SL lífeyrissjóði?

Kannski þarftu í framkvæmdir heima fyrir, kannski viltu endurfjármagna núverandi lán hjá SL, öðrum lánveitanda eða eitthvað annað er á döfinni hjá þér sem þarfnast fjármögnunar. Við erum nokkuð viss um að við getum boðið þér lán og kjör sem hentar þínum þörfum og greiðslugetu.

Skammtímalán, þessi sem við þekkjum frá bönkum eða smálánafyrirtækjum eru ekki möguleg, en lán hjá okkur eru skemmst til 5 ára og lengst til 40 ára, öll gegn veði í fasteign lántakanda. Öll okkar lán er hægt að borga hraðar niður ef þú vilt og ekki er tekið neitt uppgreiðslugjald.

Þú getur því t.d. tekið 40 ára lán en greitt það eins hratt niður eins og þú kýst.  Lágmarks lánsfjárhæð er kr. 1.000.000.- og hámarks lánsfjárhæð er að jafnaði kr. 65.000.000.-.

Veðhlutfall er venjulega um 65% en í vissum tilvikum allt að 75% ef lánið er óverðtryggt eða endurfjármagna á eldri lán frá sjóðnum. 

Ef ég þarf lán strax – þarf ég í greiðslumat?

Það getur alltaf tekið smá tíma að taka lán, þar sem lántaki (sem er líka sjóðfélagi) þarf að standast bæði greiðslumat og lánshæfismat. Að jafnaði getur allt ferlið tekið um 2-4 vikur, frá umsókn til þinglýsingar á láni.

Allir sjóðfélagar SL lífeyrissjóðs eiga rétt á að sækja um lán hjá sjóðnum, hafi þeir greitt í sjóðinn í 6 mánuði af síðustu 12 mánuðum. Viltu gerast sjóðfélagi? 

Hvernig lán hentar þér?

Þú getur valið úr eftirfarandi lánategundum  hjá SL lífeyrissjóði: 

  • Verðtryggðu láni með föstum vöxtum, sem haldast út lánstímann.
  • Verðtryggðu láni með breytilegum vöxtum, en vextir eru ákveðnir með reglubundnum hætti af stjórn lífeyrissjóðsins.
  • Óverðtryggðu láni með föstum vöxtum til tveggja ára í senn.
  • Svo er líka hægt að velja blöndu af verðtryggðum og óverðtryggðum lánum eftir því hvað hentar.

Lánareiknivél

Þú getur athugað í lánareiknivélinni hvernig dæmið gæti litið út hjá þér, verðtryggt lán, óverðtryggt lán eða bara blöndu af báðum.

Blandað lán

skammtímalán eða framkvæmdalán

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
19.des. 2024

Nýr framkvæmdastjóri hjá SL lífeyrissjóði

Sigurbjörn Sigurbjörnsson hefur óskað eftir því við stjórn SL lífeyrissjóðs að láta af störfum sem framkvæmdastjóri...
Lesa meira
Sjá allar fréttir