Vextir sjóðfélagalána
Í ljósi verðbólguspár Seðlabanka Íslands til næstu tveggja ára, breytinga á vöxtum bankans sem og vaxta á verðbréfamarkaði þá var ákveðið á stjórnarfundi þann 15.02.2022 að breytilegir verðtryggðir vextir muni lækka um 0,10 prósentustig og verða 1,64% frá og með 01.04.2022.
Jafnframt var ákveðið að vextir óverðtryggðra lána verði 5,19% frá og með 16.02.2022. Er það hækkun er nemur 0,40 prósentustigum en vextirnir voru 4,79%. Vextir óverðtryggðra lána eru festir í tvö ár og hafa því nýju vextirnir engin áhrif á þegar útgefin eða veitt lán nema komið sé að reglulegri tveggja ára endurskoðun vaxta. Nýju vextirnir gilda hins vegar á lánveitingum óverðtryggðra lána sem tekin eru frá framangreindri dagsetningu og eru fastir til næstu tveggja ára.

Fleiri fréttir
