21. september 2020

Lokað fyrir heimsóknir á ný á starfsstöð SL lífeyrissjóðs

Lokað verður fyrir allar heimsóknir á skrifstofu SL lífeyrissjóðs frá og með mánudeginum 21. september en starfsmenn munu áfram sinna verkefnum sínum og þjónustu við sjóðfélaga eftir bestu getu.  Lokunin stendur yfir um óákveðinn tíma.  Á meðan á þessari lokun stendur þá hvetur sjóðurinn sína sjóðfélaga og viðskiptavini til þess að nýta sér rafræna þjónustu og/eða leita upplýsinga gegnum síma.  Hægt er að nýta sér upplýsingar á heimasíðu sjóðsins.  Þar er einnig hægt með auðkenni að fá upplýsingar um réttindi, stöðu lána, lífeyrisgreiðslur o.fl.  Jafnframt er hægt að sækja um lífeyri, lán og aðra þjónustu er sjóðurinn býður upp á.  Minnt er á að undir þjónustuvefir er vefur fyrir launagreiðendur.

Hægt er að hafa samband við sjóðinn með tölvupósti á sl@sl.is eða í síma 510-7400.  Síminn er opinn á milli 9:00 og 16:00 alla virka daga.

Mynd af vita

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
21.nóv. 2024

Þarf sjálfstætt starfandi eða verktaki að greiða í lífeyrissjóð?

Á undanförnum árum hefur aukist mikið að fólk kjósi að vinna á eigin vegum sem verktaki, eða giggari, sem vinnur fyrir...
Lesa meira
Sjá allar fréttir