22. desember 2017

Fyrsta íbúð – ráðstöfun séreignarsparnaðar

Á vef Ríkisskattstjóra er vakin athygli á að um áramót rennur út sá tími sem þeir hafa sem keyptu sitt fyrsta íbúðarhúsnæði á tímabilinu frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 og hyggjast nýta sér ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislánið.

Þar sem um tvenns konar úrræði er að ræða getur umsókn á leidretting.is ekki gilt. Sé ætlunin að umsóknin taki til 10 ára þarf að sækja um það úrræði fyrir 31. desember 2017 á vef Ríkisskattstjóra.

 Allar frekar upplýsingar er hægt að finna á vef Ríkisskattstjóra.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
04.jún. 2024

SL með bestu ávöxtun samtryggingardeilda lífeyrissjóða árið 2023

Við höfum getað státað okkur af því að vera sá lífeyrissjóður á landinu sem hefur boðið sjóðfélögum sínum upp á eina...
Lesa meira
Sjá allar fréttir