27. apríl 2016

Sjóðfélagayfirlit!

Um miðjan apríl voru send út yfirlit yfir inngreidd iðgjöld og réttindi til sjóðfélaga. Send voru út yfirlit bæði vegna samtryggingardeildar og séreignardeildar. Mjög mikilvægt er að sjóðfélagar beri saman yfirlitin við launaseðla og sjái hvort ekki öllum iðgjöldum hafi verið skilað til sjóðsins. Ef yfirlitinu og launaseðlum ber ekki saman eru viðkomandi sjóðfélagar hvattir til þess að setja sig í samband við sjóðinn. Jafnframt er bent á að hafi sjóðfélagi ekki fengið yfirlit og sjóðfélagi telji sig hafa greitt iðgjöld á tímabilinu október 2015 – mars 2016 að hafa samband við sjóðinn.


Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
17.feb. 2025

Lækkun vaxta sjóðfélagalána

Á fundi stjórnar SL lífeyrissjóðs þann 7. febrúar 2025 var ákveðið að lækka óverðtryggða vexti sjóðfélagalána. Lækka...
Lesa meira
Sjá allar fréttir