27. apríl 2016

Sjóðfélagayfirlit!

Um miðjan apríl voru send út yfirlit yfir inngreidd iðgjöld og réttindi til sjóðfélaga. Send voru út yfirlit bæði vegna samtryggingardeildar og séreignardeildar. Mjög mikilvægt er að sjóðfélagar beri saman yfirlitin við launaseðla og sjái hvort ekki öllum iðgjöldum hafi verið skilað til sjóðsins. Ef yfirlitinu og launaseðlum ber ekki saman eru viðkomandi sjóðfélagar hvattir til þess að setja sig í samband við sjóðinn. Jafnframt er bent á að hafi sjóðfélagi ekki fengið yfirlit og sjóðfélagi telji sig hafa greitt iðgjöld á tímabilinu október 2015 – mars 2016 að hafa samband við sjóðinn.


Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
21.nóv. 2024

Þarf sjálfstætt starfandi eða verktaki að greiða í lífeyrissjóð?

Á undanförnum árum hefur aukist mikið að fólk kjósi að vinna á eigin vegum sem verktaki, eða giggari, sem vinnur fyrir...
Lesa meira
Sjá allar fréttir