21. apríl 2015
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda lækkar vexti
Á fundi stjórnar Söfnunarsjóðs lifeyrisréttinda var ákveðið að lækka vexti á nýjum lánum til sjóðfélaga. Frá og með 21. apríl 2015 er hægt að taka nýtt sjóðfélagalán til allt að 40 ára með föstum vöxtum sem nema 3,7%.
Vextir á lánum með breytilegum kjörum eru 3,5%.
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er áttundi stærsti lífeyrissjóður landsins og eru eignir sjóðsins 130 milljarðar króna. Samtals eiga 133 þúsund manns réttindi hjá sjóðnum og er hann opinn þeim sem geta valið sér sjóð til að greiða til. Eiga allir sjóðfélagar rétt á sjóðfélagaláni að uppfylltum skilyrðum.
Fleiri fréttir
Sjá allar fréttir

17.feb. 2025
Lækkun vaxta sjóðfélagalána
Á fundi stjórnar SL lífeyrissjóðs þann 7. febrúar 2025 var ákveðið að lækka óverðtryggða vexti sjóðfélagalána. Lækka...
Lesa meira19.des. 2024
Nýr framkvæmdastjóri hjá SL lífeyrissjóði
25.nóv. 2024