29. janúar 2014

Hagstæð sjóðfélagalán - lækkun lántökukostnaðar

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda veitir sjóðfélögum sínum hagstæð lán til allt að 40 ára gegn veði í fasteign.

Stjórn sjóðsins ákvað seinni hluta síðastliðins árs að lækka lántökugjaldið úr 1% í 0,5%. Jafnframt þarf ekki lengur að greiða stimipilgjald en það var 1,5%.

Hægt er að velja milli fastra og breytilegra vaxta sem og jafnra afborgana eða jafnra greiðslna (annuitet). Einnig er möguleiki á að greiða lánin upp hvenær sem er án sérstaks uppgreiðslugjalds.

Nánari upplýsingar eru veittar á heimasíðunni sem og á skrifstofu sjóðsins.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
04.jún. 2024

SL með bestu ávöxtun samtryggingardeilda lífeyrissjóða árið 2023

Við höfum getað státað okkur af því að vera sá lífeyrissjóður á landinu sem hefur boðið sjóðfélögum sínum upp á eina...
Lesa meira
Sjá allar fréttir