07. nóvember 2013
Ný lög um neytendalán
Ný lög um neytendalán nr. 33/2013 tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn og falla lántökur einstaklinga undir þau. Sjóðfélagalán lífeyrissjóða falla undir lögin. Með lögunum eru auknar kröfur gerðar bæði til lánveitanda og lántaka. Má nefna lánshæfismat sem er nýtt og svo ákveðnari rammi um greiðslumat ásamt mörgum fleiri atriðum.
Lögin eru byggð á tilskipun Evrópusambandsins. Markmið þeirra er m.a. að auka neytendavernd, stuðla að aukinni upplýsingagjöf um lánakjör og auðvelda lántakendum samanburð á lánakjörum.
Lánveitendum er skylt að meta lánshæfi einstaklinga ásamt því að veita einstaklingum upplýsingar á stöðluðu eyðublaði áður lán er veitt. Lánshæfismat er byggt á viðskiptasögu aðila á milli m.a. úr gagnagrunnum um fjárhagsmálefni. Lánveitendum er skylt að framkvæma greiðslumat við lánveitingu ef fjárhæð láns er 2.000.000 kr. eða hærri. Þegar um hjón eða sambúðarfólk er að ræða skal framkvæma greiðslumat áður en lán að fjárhæð 4.000.000 eða hærra er veitt.
Neytendastofa annast eftirlit með ákvæðum laganna og er hægt að sækja nánari upplýsingar á vef Neytendastofu. Jafnframt er hægt að fara á vef Alþingis og sjá lögin í heild.
Lögin eru byggð á tilskipun Evrópusambandsins. Markmið þeirra er m.a. að auka neytendavernd, stuðla að aukinni upplýsingagjöf um lánakjör og auðvelda lántakendum samanburð á lánakjörum.
Lánveitendum er skylt að meta lánshæfi einstaklinga ásamt því að veita einstaklingum upplýsingar á stöðluðu eyðublaði áður lán er veitt. Lánshæfismat er byggt á viðskiptasögu aðila á milli m.a. úr gagnagrunnum um fjárhagsmálefni. Lánveitendum er skylt að framkvæma greiðslumat við lánveitingu ef fjárhæð láns er 2.000.000 kr. eða hærri. Þegar um hjón eða sambúðarfólk er að ræða skal framkvæma greiðslumat áður en lán að fjárhæð 4.000.000 eða hærra er veitt.
Neytendastofa annast eftirlit með ákvæðum laganna og er hægt að sækja nánari upplýsingar á vef Neytendastofu. Jafnframt er hægt að fara á vef Alþingis og sjá lögin í heild.
Fleiri fréttir
Sjá allar fréttir
21.nóv. 2024
Þarf sjálfstætt starfandi eða verktaki að greiða í lífeyrissjóð?
Á undanförnum árum hefur aukist mikið að fólk kjósi að vinna á eigin vegum sem verktaki, eða giggari, sem vinnur fyrir...
Lesa meira09.okt. 2024