31. maí 2012
Kjölur lífeyrissjóður sameinast Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda
Þann 1. Júní 2012 sameinast Kjölur lífeyrissjóður Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda.
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda yfirtekur allar eignir og skuldbindingar Kjalar lífeyrissjóðs þann dag.
Lífeyrisþegar sem og aðrir sjóðfélagar eiga því framvegis að snúa sér til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda með hvaðeina tengt réttindum sínum er þeir áttu í Kili lífeyrissjóði. Í lok júní 2012 greiðir Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda öllum lífeyrisþegum Kjalar lífeyrissjóðs lífeyri í fyrsta sinn.
Starfsfólk Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda hvetur sjóðfélaga til að hafa samband ef spurningar vakna varðandi sín mál.
Fleiri fréttir
Sjá allar fréttir
21.nóv. 2024
Þarf sjálfstætt starfandi eða verktaki að greiða í lífeyrissjóð?
Á undanförnum árum hefur aukist mikið að fólk kjósi að vinna á eigin vegum sem verktaki, eða giggari, sem vinnur fyrir...
Lesa meira09.okt. 2024