29. mars 2012

Yfirlit um afkomu 2011

Stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda hefur staðfest ársreikning sjóðsins fyrir árið 2011.

Nafnávöxtun samtryggingardeildar sjóðsins á árinu var jákvæð er nam 8,4% og hrein raunávöxtun jákvæð er nam 3,0%. Iðgjöld námu 2,7 milljörðum króna og hækkuðu þau um 10,3% frá fyrra ári.
Lífeyrisgreiðslur námu 1,8 milljörðum króna og hækka um 12,5%. Mest hækka ellilífeyrisgreiðslur.

Séreignardeildin skiptist í tvær ávöxtunarleiðir Söfnunarleið I sem er innlánsreikningur og Söfnunarleið II sem inniheldur blöndu verðbréfa. Nafnávöxtun Söfnunarleiðar I nam 8,4% eða 3,0% raunávöxtun. Nafnávöxtun Söfnunarleiðar II nam 14,3% eða 7,1% raunávöxtun.

Heildareignir sjóðsins í árslok 2011 námu 88,4 milljörðum króna og hækkar um 7,6 milljarða króna eða um 9,4% frá fyrra ári.

Auglýsingu um afkomu Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda er hægt að sjá hér.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
04.jún. 2024

SL með bestu ávöxtun samtryggingardeilda lífeyrissjóða árið 2023

Við höfum getað státað okkur af því að vera sá lífeyrissjóður á landinu sem hefur boðið sjóðfélögum sínum upp á eina...
Lesa meira
Sjá allar fréttir