Yfirlit um afkomu 2011
Stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda hefur staðfest ársreikning sjóðsins fyrir árið 2011.
Nafnávöxtun samtryggingardeildar sjóðsins á árinu var jákvæð er nam 8,4% og hrein raunávöxtun jákvæð er nam 3,0%. Iðgjöld námu 2,7 milljörðum króna og hækkuðu þau um 10,3% frá fyrra ári.
Lífeyrisgreiðslur námu 1,8 milljörðum króna og hækka um 12,5%. Mest hækka ellilífeyrisgreiðslur.
Séreignardeildin skiptist í tvær ávöxtunarleiðir Söfnunarleið I sem er innlánsreikningur og Söfnunarleið II sem inniheldur blöndu verðbréfa. Nafnávöxtun Söfnunarleiðar I nam 8,4% eða 3,0% raunávöxtun. Nafnávöxtun Söfnunarleiðar II nam 14,3% eða 7,1% raunávöxtun.
Heildareignir sjóðsins í árslok 2011 námu 88,4 milljörðum króna og hækkar um 7,6 milljarða króna eða um 9,4% frá fyrra ári.
Auglýsingu um afkomu Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda er hægt að sjá hér.