10. febrúar 2012

Séreignalífeyrissparnaður er almennt utan tekjutenginga

Vegna frétta Ríkisútvarpsins um áhrif sem úttekt séreignalífeyrissparnaðar hefur á tekjutengingar í almannatryggingakerfinu telja Landssamtök lífeyrissjóða ástæðu til að árétta að séreignalífeyrissparnaður hefur almennt ekki áhrif á útreikning lífeyrisgreiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins. Breytir þá engu hvort séreignasparnaðurinn er greiddur út mánaðarlega eða sjaldnar. Einu tilvikin sem séreignalífeyrissparnaður getur haft áhrif á útreikning greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins er þegar um er að ræða uppbót á lífeyri td. vegna mikils lyfjakostnaðar eða við svokallaða lágmarksframfærslutryggingu sem tryggir lífeyrisþegum lágmarksgreiðslu ef tekjur þeirra eru undir tilteknum tekjuviðmiðum. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun fá í dag um 11 þúsund lífeyrisþegar lágmarksframfærslutryggingu en af þeim hópi eru innan við 170 sem jafnframt eru með séreignasparnað sem getur haft áhrif á greiðslur til þeirra.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
04.jún. 2024

SL með bestu ávöxtun samtryggingardeilda lífeyrissjóða árið 2023

Við höfum getað státað okkur af því að vera sá lífeyrissjóður á landinu sem hefur boðið sjóðfélögum sínum upp á eina...
Lesa meira
Sjá allar fréttir