09. febrúar 2012

Úttektarskýrsla

Á fundi sínum þann 8. febrúar sl. fór stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda yfir skýrslu úttektarnefndarinnar sem kom út föstudaginn 3. febrúar. Heilt yfir fær starfsemi sjóðsins góðan vitnisburð og er hann í hópi þeirra sjóða er urðu fyrir hlutfallslega minnstum töpum. Í ljósi athugasemda og ábendinga nefndarinnar um starfsemi lífeyrissjóða almennt, ákvað stjórn sjóðsins að fá til þess bæran aðila að fara yfir verkferla og vinnulag sjóðsins. Á það bæði við um verkferla er varða fjárfestingar sem og annað innra starf sjóðsins. Gert er ráð fyrir að farið verði yfir málið á næsta ársfundi sem verður haldinn að óbreyttu á komandi vormánuðum.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
21.nóv. 2024

Þarf sjálfstætt starfandi eða verktaki að greiða í lífeyrissjóð?

Á undanförnum árum hefur aukist mikið að fólk kjósi að vinna á eigin vegum sem verktaki, eða giggari, sem vinnur fyrir...
Lesa meira
Sjá allar fréttir