06. febrúar 2012

Úttektarskýrsla um lífeyrissjóðina

Umfjöllun um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda er í 4. bindi á bls. 165 – 178. Samkvæmt mati nefndarinnar er tap Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda 10,4 milljarðar króna. Rannsóknarnefndin miðar við stöðu hlutabréfa í ársbyrjun 2008 á meðan sjóðurinn sjálfur miðar við stöðu þeirra sem og annarra eigna í september 2008. Sé sömu aðferð beitt og úttektarnefndin gerir nema hvað að miðað er við september 2008 eru áætluð töp Söfunarsjóðs lífeyrisréttinda 7,9 milljarðar króna. Endanleg uppgjör vegna skuldabréfa stefna í að vera 500 milljónum króna lægri en sú fjárhæð sem lögð hefur verið til hliðar. Miðað við það er tap Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda vegna hrunsins 7,4 milljarðar króna. Eignir Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda eru í árslok 2011 88,4 milljarðar króna.

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda hefur ekki þurft að skerða áunnin réttindi og lítur út fyrir að 10 ára raunávöxtun verði um 4% í uppgjöri 2011. Tíu ára tímabilið nær yfir árin 2002 – 2011 að báðum árum meðtöldum

Hjálagt er vefslóð þar sem hægt er að lesa eða prenta út skýrsluna, sjá:

  1. Bindi
  2. Bindi
  3. Bindi
  4. Bindi

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
04.jún. 2024

SL með bestu ávöxtun samtryggingardeilda lífeyrissjóða árið 2023

Við höfum getað státað okkur af því að vera sá lífeyrissjóður á landinu sem hefur boðið sjóðfélögum sínum upp á eina...
Lesa meira
Sjá allar fréttir