Úttektarskýrsla um lífeyrissjóðina
Umfjöllun um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda er í 4. bindi á bls. 165 – 178. Samkvæmt mati nefndarinnar er tap Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda 10,4 milljarðar króna. Rannsóknarnefndin miðar við stöðu hlutabréfa í ársbyrjun 2008 á meðan sjóðurinn sjálfur miðar við stöðu þeirra sem og annarra eigna í september 2008. Sé sömu aðferð beitt og úttektarnefndin gerir nema hvað að miðað er við september 2008 eru áætluð töp Söfunarsjóðs lífeyrisréttinda 7,9 milljarðar króna. Endanleg uppgjör vegna skuldabréfa stefna í að vera 500 milljónum króna lægri en sú fjárhæð sem lögð hefur verið til hliðar. Miðað við það er tap Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda vegna hrunsins 7,4 milljarðar króna. Eignir Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda eru í árslok 2011 88,4 milljarðar króna.
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda hefur ekki þurft að skerða áunnin réttindi og lítur út fyrir að 10 ára raunávöxtun verði um 4% í uppgjöri 2011. Tíu ára tímabilið nær yfir árin 2002 – 2011 að báðum árum meðtöldum
Hjálagt er vefslóð þar sem hægt er að lesa eða prenta út skýrsluna, sjá: