03. október 2011
Aukin heimild til úttektar á séreign
Með breytingu á lögum nr. 129/1997 sem samþykkt var á Alþingi í september var heimild til fyrirframgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar hækkuð úr 5.000.000 kr. í 6.250.000 kr.
- Hámarksúttekt er kr. 6.250.000 og miðast við inneign sjóðfélaga þann 1.október 2011, það sem þegar kann að hafa verið greitt kemur til frádráttar.
- Hámarksúttekt er samtala inneignar sjóðfélagans hjá öllum séreignarsjóðum eða vörsluaðilum séreignarsparnaðar.
- Úttektartímabil er allt að 15 mánuðir eða 416.677 kr. á mánuði fyrir staðgreiðslu skatta.
- Fyrsta útgreiðsla skv. nýrri heimild verður 1. nóvember 2011,
- Umsóknir verða að berast fyrir 19. hvers mánaðar.
- Þeir sem þegar hafa sótt um útgreiðslu séreignarsparnaðar samkvæmt eldri heimild og vilja breyta henni í samræmi við nýja heimild þurfa að sækja um breytt greiðslufyrirkomulag með nýrri umsókn.
- Síðasti útgreiðslumánuður skv. heimildinni er september 2013.
- Hægt er að breyta fyrri beiðni um sérstaka úttekt á séreignarsparnaði og einnig er hægt að afturkallað beiðni um útborgun á útgreiðslutímabilinu.
- Heimild til úttektar gildir til 1. júlí 2012 þ.e. síðasti dagur til þess að sækja um útgreiðslu er 30. júní 2012.
Fleiri fréttir
Sjá allar fréttir

17.feb. 2025
Lækkun vaxta sjóðfélagalána
Á fundi stjórnar SL lífeyrissjóðs þann 7. febrúar 2025 var ákveðið að lækka óverðtryggða vexti sjóðfélagalána. Lækka...
Lesa meira19.des. 2024
Nýr framkvæmdastjóri hjá SL lífeyrissjóði
25.nóv. 2024