Lögfesting á greiðsluskyldu launagreiðenda til VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs frá og með 1. september 2011
Með lögum sem samþykkt voru á vorþingi var kveðið á um skyldu launagreiðenda til þess að skila 0,13% af iðgjaldastofni til VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs vegna allra starfsmanna sinna. Skilaskylda gjaldsins er því jöfn af þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi sem og af almennum launamönnum frá og með 1. september 2011. Launagreiðandi skal standa skil á iðgjaldi vegna VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs með sama hætti og gildir um lífeyrisiðgjöld og greiða samhliða til viðeigandi lífeyrissjóðs. Lífeyrissjóðir munu síðan ráðstafa gjaldinu til VRIK. Í samræmi við þessa lagasetningu munu allir starfandi einstaklingar tryggja sér rétt til starfsendurhæfingar og njóta til þess þjónustu VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs.
Upplýsingar frá VIRK varðandi lögfestingu á iðgjaldi til launagreiðenda má finna hér.