02. mars 2011
Samkomulag um aðlögun skulda í 110 % af verðmæti fasteigna
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er aðili að samkomulagi stjórnvalda, fjármálafyrirtækja, Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða um aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila. Samkomulagið felur í sér að sjóðfélögum sem eru með veðskuldir hjá sjóðnum umfram 110 % af verðmæti fasteignar býðst að færa veðskuldirnar niður að 110 % af verðmæti eigna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Helstu efnisatriði samkomulagsins eru eftirfarandi:
- Heimilum þar sem ákvílandi veðskuldir eru umfram 110 % af verðmæti fasteignar, býðst að færa veðskuldir sínar niður að 110% af verðmæti eignar. Skilyrði fyrir niðurfellingu skulda er að umsækjandi og /eða maki séu eigendur hinna veðsettu eigna, greiðendur ákvílandi lána og að eignin sé notuð til heimilishalds umsækjanda.
- Heimilt er að sækja um niðurfellingu allt að 4 m.kr fyrir einstaklinga og 7 m.kr. fyrir einstæða foreldra, sambýlisfólk og hjón. Ofangreind lækkun skulda miðast við að greiðslubyrgði lántaka af lánum sem samkomulag þetta tekur til sé ekki lægri en sem svarar 18-20% af tekjum.
- Hægt er að óska eftir frekari niðurfellingu skulda umfram 110% af verðmæti fasteignar og getur niðurfærslan numið allt að 15 m.kr fyrir einstakling og 30 m.kr. fyrir einstæða foreldra, sambýlisfólk og hjón. Lækkun skuldar takmarkast við 18-20% af tekjum.
- Skuldir sem færa má niður samkvæmt samkomulagin eru skuldir sem stofnað var til vegna fasteignakaupa umsækjanda á árunum fyrir 2009 og hvíla með veði á eign sem er til heimilishalds lántakanda og uppfylla rétt til vaxtabóta.
- Lántaki skal almennt snúa sér til þess kröfuhafa íbúðarláns sem er á aftasta veðrétti. Sá kröfuhafi sem lántaki leitar til, heldur utan um málið gagnvart öðrum kröfuhöfum.
- Sækja þarf um niðurfellingu fyrir 1. júlí 2011.
- Samkomulagið er hægt að lesa í heild sinni hér.
- Umsókn um 110% aðlögun skulda má finna hér.
Fleiri fréttir
Sjá allar fréttir
21.nóv. 2024
Þarf sjálfstætt starfandi eða verktaki að greiða í lífeyrissjóð?
Á undanförnum árum hefur aukist mikið að fólk kjósi að vinna á eigin vegum sem verktaki, eða giggari, sem vinnur fyrir...
Lesa meira09.okt. 2024