05. maí 2010

Óbreytt áunnin réttindi og lífeyrisgreiðslur

Sjóðurinn skilar jákvæðri raunávöxtun árið 2009 sem nemur 3,8% og hefur nafnávöxtun hans aldrei verið neikvæð. Sjóðurinn þarf því ekki að skerða áunnin réttindi né lífeyrisgreiðslur eins og einhverjir sjóðir hafa gert eða boðað. Sjóðurinn þurfti heldur ekki að skerða réttindi né lífeyrisgreiðslur á síðasta ári. Vegna aukinna lífslíkna og lengri lífaldurs bæði karla og kvenna þó einkum karla hefur stjórn sjóðsins ákveðið að breyta svokölluðum réttindatöflum frá 1 janúar 2011. En réttindatöflur segja fyrir um hver réttindaávinnsla hvers og eins aldurshóps er á hverjum tíma. Verða réttindatöflurnar lækkaðar en það þýðir að hver króna sem greidd er til sjóðsins myndar lægri rétt en ella. Þetta er nauðsynlegt að gera til að mæta auknum lífslíkum eins og getið var um. Að meðaltali mun réttindaávinnsla lækka um 4,7%. Nánar verður fjallað um þetta á ársfundi sjóðsins. Á það er minnt að allur lífeyrir og réttindi eru verðtryggð samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
22.apr. 2024

Útsending yfirlita til sjóðfélaga

Þann 15. apríl sl. voru yfirlit sjóðfélaga birt á Ísland.is og á sjóðfélagavef SL sem má finnu undir þjónustuvefir.
Lesa meira
Sjá allar fréttir