05. janúar 2010

Sameining Lsj. Skjaldar við Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda

Þann 21.desember síðastliðinn samþykkti sjóðfélagafundur hjá Lsj. Skildi sameiningu Lsj. Skjaldar við Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda. Þann sama dag hafði stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda samþykkt sameininguna.

Sameiningin mun miðast við stöðu sjóðanna eins og hún er í lok árs 2009. Verða réttindi sjóðfélaga Lsj. Skjaldar aðlöguð að samþykktum Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda frá og með 1. janúar 2010. Gert er ráð fyrir að Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda hafi að fullu tekið við eignum og skuldbindingum Lsj. Skjaldar þann 1. mars nk. Þess má og geta að innköllun vegna Lsj. Skjaldar var birt í Lögbirtingarblaðinu þann 29. desember sl.

Sjóðfélagar og lífeyrisþegar Lsj. Skjaldar ber því að snúa sér til skrifstofu Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda eftir 1. mars 2010 vegna sinna mála.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
21.nóv. 2024

Þarf sjálfstætt starfandi eða verktaki að greiða í lífeyrissjóð?

Á undanförnum árum hefur aukist mikið að fólk kjósi að vinna á eigin vegum sem verktaki, eða giggari, sem vinnur fyrir...
Lesa meira
Sjá allar fréttir