10. mars 2009

Útgreiðsla séreignar samkvæmt samþykkt Alþingis þann 10.mars 2009

Alþingi samþykkti í dag frumvarp um lífeyrissjóði sem gerir ráð fyrir því, að heimilt verði að greiða út hluta séreignasparnaðar fólks í áföngum til að mæta bágri fjárhagsstöðu margra einstaklinga og heimila vegna bankahrunsins.

Samkvæmt frumvarpinu geta allir, sem eiga frjálsan séreignarsparnað, leyst út allt að 1 milljón króna fyrir staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. október 2010.

Umsókn vegna útgreiðslu séreignar verður að berast sjóðnum fyrir 20. hvers mánaðar. Sjóðurinn greiðir út séreign sem og annan lífeyri einu sinni í mánuði eða fyrsta virka dag hvers mánaðar.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
24.mar. 2025

Ársfundur SL 2025

Ársfundur SL lífeyrissjóðs verður föstudaginn 11. apríl 2025 kl. 16:00 á Hilton Nordica Reykjavík, Suðurlandsbraut 2...
Lesa meira
Sjá allar fréttir