14. desember 2008
Tilkynning til rétthafa í séreignardeild Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda!
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda neyðist vegna sérstakra aðstæðna á mörkuðum að loka tímabundið fyrir flutning á séreign milli Söfnunarleiða. Jafnframt er ekki hægt við þessar aðstæður að greiða út úr leiðunum enda greiðir sjóðurinn almennt mánaðarlega.
Aðstæður á mörkuðum eru þess eðlis að þetta er mikilvægt svo gætt sé jafnræðis milli allra rétthafa séreignardeildar Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. Mikilvægt er að hafa í huga að allar innistæður sem eru í Söfnunarleið I, eru ávaxtaðar á innlánsreikningi sem er tryggður í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnar þar um. Að öðru leyti er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda rétthöfum.
Fleiri fréttir
Sjá allar fréttir
22.des. 2020
Afgreiðsla SL lífeyrissjóðs um hátíðarnar 2020
Lokað er fyrir allar heimsóknir á skrifstofu SL lífeyrissjóðs áfram en þjónusta er veitt gegnum síma og með töluvpósti á...
Lesa meira22.okt. 2020