14. desember 2008

Tilkynning til rétthafa í séreignardeild Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda!

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda neyðist vegna sérstakra aðstæðna á mörkuðum að loka tímabundið fyrir flutning á séreign milli Söfnunarleiða. Jafnframt er ekki hægt við þessar aðstæður að greiða út úr leiðunum enda greiðir sjóðurinn almennt mánaðarlega.

Aðstæður á mörkuðum eru þess eðlis að þetta er mikilvægt svo gætt sé jafnræðis milli allra rétthafa séreignardeildar Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. Mikilvægt er að hafa í huga að allar innistæður sem eru í Söfnunarleið I, eru ávaxtaðar á innlánsreikningi sem er tryggður í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnar þar um. Að öðru leyti er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda rétthöfum.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
10.okt. 2024

Innheimta iðgjalda í lífeyrissjóð fyrir árið 2023

Þann 9. október síðastliðinn hófst innheimta vangreiddra iðgjalda vegna launatekna og reiknaðs endurgjalds ársins 2023...
Lesa meira
Sjá allar fréttir